is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36990

Titill: 
  • Að lesa bókmenntir með eyrunum: Þverfagleg greining á völdum verkum eftir Bob Dylan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða nokkur verk eftir söngvaskáldið Bob Dylan greind með tilliti til texta og tónlistar frá bókmenntalegu sjónarhorni. Sönglögin sem hér verða til umfjöllunar eru öll frá tímabilinu 1965-66. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er hvort hægt sé að nálgast slíka þverfaglega greiningu út frá bókmenntafræði og niðurstaðan er sú að það sé vel gerlegt. Til þess að hægt sé að vinna á þverfaglegum nótum þarf fræði sem vinna þverfaglega. Hér verður stuðst við hvernig fræðimaðurinn Lawrence M. Zbikowski hefur nýtt hugræn fræði, hugtakslíkingar og blöndun til þess að greina samband texta og tónlistar. Áberandi í greiningu eru líka textatengsl og þar er stuðst við skilgreiningu Jørgens Dines Johansen og Svends Eriks Larsen á hugtakinu en þeir gera ráð fyrir að textatengsl séu ekki einungis bundin máli. Fleiri greiningartæki koma við sögu til dæmis stílbrögð og tónlistargreining. Í fræðikafla verður lesandinn leiddur stuttlega í gegnum hvað tengir texta og þá sér í lagi ljóðið við tónlist og þá vikið að sögulegu samhengi. Þá skiptir mestu að samband þessarra tveggja forma á sér undirstöðu í því að bæði nýta sér hljóðkerfi, annað tóna og hitt tungumálið. Ljóðið/söngtextinn hefur beinlínis fram að færa merkingu sem tónlistin getur ekki miðlað með sama hætti og það er ein ástæða þess hve erfitt hefur reynst að finna tengslum þessara forma fræðilegan greiningarramma. Hér verða aftur á móti leidd rök að því að það sé hægt að stunda lestur á bókmenntum sem miðar að því að nýta eyrað við greininguna og að skoða hvað felst í því að lesa bókmenntir með eyrunum.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að lesa bókmenntir með eyrunum - Þverfagleg greining á völdum verkum eftir Bob Dylan-1.pdf6.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing útfyllt.pdf98.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF