Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36991
Æskuminningar Helenar Þorkelsson eru lagðar fram sem meistaraverkefni í ritlist við Háskóla Íslands. Helen fæddist 4. júlí árið 1940 á Siglufirði og er móðuramma höfundar. Minningarnar eru skoðaðar með augum nútímans og tala fortíð og nútíð saman í gegnum verkið.
Jóhann Þorkelsson héraðslæknir og kona hans, hin danska frú Agnete Brinck-Claussen tóku Helen í fóstur til Akureyrar eftir mörg barnlaus ár saman. Þegar Helen varð þriggja ára eignuðust hjónin síðan dóttur með Downs-heilkenni, Sólveigu.
Æska Helenar einkennist af árekstrum innan heimilisins, harðræði sem börn og fullorðnir beittu hina fötluðu systur hennar og erfiðleikum við að finna sinn stað í lífinu. Á þeim áttatíu árum sem hafa liðið síðan þá hefur íslenskt samfélag tekið miklum breytingum og Helen elst upp þegar gömlu gildin eru enn allsráðandi. Með það í huga er áhugavert og fræðandi að lesa um upplifanir og reynslu manneskju sem tilheyrir einni síðustu kynslóð gamla Íslands.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MA verkefni Þuríður Sóley Sigurðardóttir.pdf | 646,97 kB | Locked Until...2030/01/01 | Complete Text | ||
Yfirlýsing MA verkefni Þuríður Sóley Sigurðardóttir.pdf | 1,81 MB | Locked | Declaration of Access |