is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36992

Titill: 
  • Frá hinum æðstu feðrum til LoveDeath og InLove: Samanburður á Ferðinni til stjarnanna og LoveStar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Saga íslensku vísindaskáldsögunnar er alls ekki umfangsmikil. Frá upphafi hafa aðeins örfáir íslenskir höfundar spreytt sig á forminu. Í þessari ritgerð verður fjallað um sögu og þróun vísindaskáldsögunnar til að varpa ljósi á það bókmenntalega og menningarlega umhverfi sem íslenska vísindaskáldsagan sprettur upp úr. Þannig er jafnframt skapaður túlkunarrammi til að fjalla um tvær íslenskar vísindaskáldsögur frá sitthvorri öldinni, Ferðin til stjarnanna (1959) eftir Kristmann Guðmundsson og LoveStar (2002) eftir Andra Snæ Magnason. Ferðin til stjarnanna er gjarnan talin fyrsta íslenska vísindaskáldsagan. Hún byggir á frumstæðri karllægri útópíu. Kjarnorkuógn er miðpunktur í verkinu og þar eru geimverur notaðar til að skapa framandgervingaráhrif. LoveStar er aftur á móti látin gerast í dystópísku framtíðarsamfélagi þar sem neyslumynstur mannsins og umhverfisógn eru í brennidepli. Handfrjálsi nútímamaðurinn þjónar þar svipuðu framandgervingarhlutverki og geimveran í Ferðinni til stjarnanna. Þessir þættir eru notaðir til þess að draga fram samanburð á verkunum tveimur út frá hugmyndum um heimsslit og framandgervingu.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð Kristín Ósk Unnsteinsdóttir.pdf714.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf72.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF