Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36995
Bruges La Morte kom út árið 1892 og er talið eitt af lykilverkum fin-de-siècle tímabilsins. Höfundur verksins, Georges Rodenbach, telst einn af höfundum dekadenstímabilsins og fellur þetta verk undir þá stefnu. Markmið ritgerðarinnar er að skoða og greina verkið með tilliti til þeirrar stefnu og tímabils sem verkið tilheyrir en einnig að tengja það við samfélagslega þætti 19. aldar. Verkið fjallar um stutt tímabil í lífi Hugues Viane í borginni Brugge þar sem hann hefur komið sér fyrir eftir andlát eiginkonu sinnar þar sem að melankólískt viðhorf hans til lífsins fær hann til þess að njóta veru sinnar í borginni. Brugge liggur í dvala á meðan stórborgir um allan heim eru að myndast og þetta er eini staðurinn þar sem Hugues nær tenginu við sjálfan sig. Líf hans er frekar tilbreytingarlaust þar til hann hittir Jane, ungan dansara og líf hans fær tilgang á ný. Hugues reynir að endurvekja látna eiginkonu sína í líkama Jane. Það verður til þess að togstreita myndast á milliþeirra og endar með því að hann myrðir Jane og fær þannig eignarhald yfir henni í dauðanum. Fortíðarþrá er eitt af lykil einkennum dekadensins og er hana að finna í gegnum þrá Hugues til látinnar eiginkonu sinnar og viðhorfi hans til borgarinnar. Önnur einkenni eins og melankólía, einsemd, óhugnaður og taugaveiklun er einnig að finna í verkinu og eru þau skoðuð og tengd við samfélagslegar hugmyndir 19. aldar. Í ritgerðinni er lögð áhersla á hvernig dauðinn birtist í verkinu þar sem að hann sinnir þar stóru hlutverki. Einnig er mikil áhersla lögð á hvernig birtingarmynd kvenna er í verkinu og hvaða viðhorf er til þeirra innan samfélags 19. aldar og hvaða hlutverk þær
fá í dauðanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - Vala Fanney Ívarsdóttir.pdf | 380,74 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing-1 2.pdf | 248,48 kB | Lokaður | Yfirlýsing |