is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36998

Titill: 
  • Villa og vantrú: Útbreiðsla og áhrif siðbótarinnar á Íslandi 1517-1541
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um upphaf og innleiðingu siðaskiptanna á Íslandi með þá áherslu að rannsaka útbreiðslu siðbótarhugmynda og áhrif þeirra innan Skálholtsbiskupsdæmi frá tímabilinu 1517 til 1541. Siðbótarhreyfingin sem varð til í þýska keisaradæminu upp úr 1517 náði miklum árangri í norðanverðri Evrópu og siðaskipti fóru fram um öll Norðurlönd. Í Danmörku náðu siðbótarhugmyndir sérstaklega góðri dreifingu í vaxandi kaupstöðum landsins og eftir tímabil innanlandsátaka varð danska konungsríkið með fyrstu landa til að innleiða siðaskipti. Í Danmörku var ný kirkjuskipan eða kirkjuordinanzía lögleidd árið 1537, en á Íslandi gerðist það ekki fyrr en árið 1541 í Skálholtsbiskupsdæmi og árið 1551 í Hólabiskupsdæmi. Lengi hefur verið sú skoðun meðal margra sagnaritara og fræðimanna að siðbótarhugmyndir hafi ekki náð mikilli dreifingu hér á landi í fyrstu og siðskipti Íslands hafi aðallega komið í gegnum valdboð danskra yfirvalda. Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka upphaf og útbreiðslu siðbótarinnar á Íslandi og hvaða grundvöllur hafi verið hér á landi fyrir innleiðingu kirkjuordinanzíunar. Í ritgerðinni verður tekið fyrir aðdraganda siðaskiptanna á Íslandi og stöðu kirkjunnar á þeim tíma, greint fyrir helstu frásagnarheimildum sem við eigum um atburðarás siðaskiptanna hér á landi, skoðað hverjir fyrstu siðabótamenn landsins voru og hvernig útbreiðslu siðbótarinnar innan Skálholtsbiskupsdæmi var háttað og að lokum er umfjöllun um innleiðingu kirkjuordinanzíunar í Skálholtsbiskupsdæmi.

Samþykkt: 
  • 10.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36998


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð. Villa og vantrú - Arnar Þór Sverrisson.pdf443,07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf105,41 kBLokaðurYfirlýsingPDF