is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37002

Titill: 
  • Það er gott að kenna í Kópavogi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar snýr að því að skoða starfsánægju kennara í Kópavogi og í hvaða víddir hún greinist, hvort starfsánægja aukist með auknum aldri, starfsaldri og menntun og hvort munur sé á milli kynja. Einnig er skoðað hvort tengsl séu á milli hvata til náms og starfsánægju. Til eru margar skilgreiningar á starfsánægju og hefur hugtakið verið margrannsakað auk þess sem skrifaðar hafa verið fjölmargar fræðigreinar um viðfangsefnið. Sú skilgreining sem unnið er út frá í þessari ritgerð byggir á því að starfsánægju megi rekja til þess þegar einstaklingur upplifir jákvætt og ánægjulegt tilfinningalegt viðhorf til vinnu sinnar og starfsreynslu. Ritgerðin skiptist í tvo hluta; fræðilegt yfirlit og rannsókn höfundar. Í fræðilegu yfirliti er fjallað um starfsánægju- og hvatakenningar, starfsánægjuþætti og rýnt er í þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfsánægju kennara, jafnt innlendar sem erlendar. Seinni hlutinn snýr að rannsókn höfundar og niðurstöðum hennar, en rannsóknin var framkvæmd út frá megindlegri aðferðarfræði í formi spurningalista. Helstu niðurstöður sýna að þátttakendur rannsóknarinnar, kennarar í grunnskólum Kópavogs, upplifa almennt mjög mikla starfsánægju sem skiptist í fjórar víddir, starfsframi, starfsumhverfi, hæfni og jafnrétti. Ekki mældist marktækur munur á milli þeirra hópa sem voru skoðaðir við starfsánægju og ekki fundust tengsl á milli hvata til náms og starfsánægju.

Samþykkt: 
  • 10.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37002


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemma_yfirlýsing_ingunn.pdf775,73 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Það er gott að kenna í Kópavogi.pdf895,88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna