is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37004

Titill: 
 • Stjórnarmenn í íslenskum í einkahluta- og hlutafélögum: Hversu fjölbreytt er þjóðleg fjölbreytni stjórnarmanna?
 • Titill er á ensku Board members in Icelandic private and public limited companies: How diverse is the national diversity in board rooms?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þrátt fyrir jákvæðar vísbendingar um að fjölbreytileiki mannauðs fari vaxandi, hefur fræðimönnum ekki enn tekist að skilja endaleg áhrif fjölbreyttra stjórna á fyrirtæki. Af mörgum breytum lýðfræðilegs fjölbreytileika hefur kyn verið rannsakað hvað mest, en áhrif þjóðlegs fjölbreytileika eru minna rannsökuð og gefa ólíkar vísbendingar um jákvæð eða engin áhrif á frammistöðu fyrirtækja og því má segja að þetta viðfangsefni hafi ekki hlotið nægilega athygli fræðimanna.
  Viðfangsefni þessarar rannsóknar er því þjóðlegur fjölbreytileiki íslenska stjórna, en það skortir rannsóknir um þetta viðfangsefni hérlendis. Aðal rannsóknarspurningin ritgerðirnar sneri að því hvernig þróun þjóðlegs fjölbreytileika stjórnarmanna hefur verið í íslenskum einkahluta- og hlutafélögum. Ásamt því hefur þrem aukaspurningum sem tengjast mismunandi atvinnugreinum verið svarað, en þær eru: Hvaða atvinnugreinar eru þróaðri en aðrar þegar það kemur að fjölbreytileika stjórnarmanna? Hvaða áhrif hafði efnahagskreppan á árunum 2008–2010 á fjölda erlendra stjórnarmanna í mismunandi atvinnugreinum? Er að finna þjóðlega sérhæfingu stjórnarmanna frá mismunandi löndum í mismunandi atvinnugreinum? Helstu niðurstöður raunsóknarinnar benda til þess að þó að erlendir stjórnarmann séu bara lítill hluti allra stjórnarmanna í íslenskum einkahluta- og hlutafélögum, hefur mikil hlutfallsleg fjölgun átt sér stað á árunum 2008–2019. Frá árunum 2008–2012 hafa einungis í kringum 2% stjórnarmanna verið af erlendu bergi brotnir, en hlutfallið hefur farið smámsaman hækkandi síðan þá. Bráðabirgðatölur vegna ársins 2019 sýna að 4,4% allra hlutafélaga á Íslandi eru með erlendan einstakling í stjórn. Á meðan einkahluta- og hlutafélögum á Íslandi fjölgaði um 34% á tímabilinu 2008–2019, hefur fyrirtækjum með a.m.k. einn erlendan stjórnarmann fjölgað um 110% á sama tímabili. Enn meiri fjölgun hefur átt sér stað á meðal erlendra stjórnarmanna í stjórnum í íslenskum einkahluta- og hlutafélögum, en þeim fjölgaði um 144% eða úr 487 erlendum stjórnarmönnum árið 2008 í 1.189 erlenda stjórnarmenn árið 2019. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að atvinnugreinar sem eru hvað þróaðastar þegar það kemur að þjóðlegum fjölbreytileika stjórnarmanna eru: F. Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, G. Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, N. Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta, M. Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi og I . Rekstur gististaða og veitingarekstur, en í þeim starfa flestir erlendir stjórnarmenn á árunum 2008–2019. Enn fremur kom í ljós að kreppan hafði mismunandi áhrif á atvinnugreinar, þar sem í sumum þeirra fjölgaði erlendum stjórnarmönnum um helming en í öðrum fækkaði um svipaða prósentu. Einnig kom fram að stjórnarmenn mismunandi þjóða sérhæfa sig í mismunandi atvinnugreinum. Niðurstöður sem byggjast á rannsókninni sem lýst er í þessari ritgerð benda til þess að þjóðleg fjölbreytni sé til staðar á meðal stjórnarmanna í íslenskum einkahluta- og hlutafélögum, en hún er vannýtt auðlind þar sem einungis lítill hópur stjórnarmanna er af erlendu bergi brotinn. Niðurstöður benda einnig til jákvæðrar þróunar, þar sem erlendum stjórnarmönnum er að fjölga hlutfallslega örar en innflytjendum sem flytja til Íslands.

 • Útdráttur er á ensku

  Despite positive indications of human resource diversity, scholars have not yet been able to understand the ultimate impact of board diversity companies. Of the many variables of demographic diversity, gender has been studied the most, but the effects of national diversity are less studied and give different indications of positive or no effect on company performance, so it can be said that this issue has not received sufficient scholarly attention.The subject of this study is therefore the national diversity of Icelandic boards, but there is a lack of research on this subject in Iceland. The main research question of this master thesis was what development of the national diversity of board members has taken place in Icelandic private and public limited companies. In addition, three additional questions related to different industries have been answered: Which industries are more developed than others when it comes to board diversity? How did the economic crisis in the years 2008–2010 affected the number of foreign directors in different industries? Is there a national specialization of directors from different countries in different industries? The main results of the study indicate that although foreign directors are only a small part of all board members in Icelandic private and public limited companies, a large proportional increase has taken place in the years 2008–2019. From 2008–2012 only around 2% of board members have been foreigners, but the proportion has been rising steadily since then. Preliminary figures for 2019 show that 4.4% of all public limited companies in Iceland have a foreign individual on the board. While the total number of private and public limited companies in Iceland increased by 34% in the period 2008–2019, companies with a.m. one foreign board member increased by 110% during the same period. The number of foreign directors on Icelandic private and public limited companies has increased even more, by 144% or from 487 foreign directors in 2008 to 1,189 foreign directors in 2019.
  The study also revealed that the most developed industries when it comes to the national diversity of board members are F. Construction and Civil Engineering, G. Wholesale and retail trade, repair of motor vehicles, N. Rental activities and various specialized services, M. Specialized, scientific and technical activities and I. Operation of accommodation and catering operations. Furthermore, it was found that the crisis had different effects on industries, as in some of them the number of foreign directors increased by half, while in others the number decreased by a similar percentage. It was also noted that directors of different nations specialize in different industries. The results based on the study described in this thesis indicate that diversity exist among board members in Icelandic private and public limited companies but is yet an untapped resource because only a small group of board members are foreigners. The results also indicate a positive development as the number of foreign board members is increasing relatively faster than the number of foreigners moving to Iceland.

Samþykkt: 
 • 10.9.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Simona 10 sept.pdf120.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Stjórnarmenn í íslenskum einkahluta- og hlutafélögum Lokaskil Simona Vareikaite.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna