is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37005

Titill: 
  • Vald ástarinnar: Hugmyndin um rómantíska ást í markaðslegu, menningarlegu og femínísku samhengi
  • Titill er á ensku Power of love: The idea of romantic love in a cultural and feminist context
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rómantísk ást er eitt það eftirsóknarverðasta sem nokkrum getur hlotnast, um það eru bæði kók og Disney sammála. Hér er fjallað um hugmyndina um rómantíska ást eins og hún birtist í vestrænni menningu frá fyrri hluta tuttugustu aldar og fram til dagsins í dag, um þau áhrif sem hún hefur á samfélagið, hagkerfið og dægurmenninguna og og spurt hvort þróun þessarar hugmyndar tengist auknu félagslegu og pólitísku valdi kvenna. Spurningunni er svarað í heimildaritgerð þar sem víðtækum heimildum af fræðilegum vettvangi og dæmum úr dægurmenningu síðustu aldar er fléttað saman. Í ritgerðinni eru kynntar kenningar Önnu Guðrúnar Jónasdóttur, stjórnmálafræðings, um ástarkraftinn og ástarhagkerfið og kenningar félagsfræðingsins Evu Illouz sem hefur bæði rannsakað ástina sem breytu í markaðshagkerfinu og almennt skoðað væntingar fólks og upplifun af ást og ástarsamböndum. Kenningar þeirra eru tengdar saman með rýni í orðræðu dægurmenningarinnar eins og hún birtist í tónlist, kvikmyndum, auglýsingum og barnaefni frá tímabilinu. Í ritgerðinni er fjallað um líffræðilegar rætur rómantískrar ástar, skoðað hvernig kapítalisminn hefur nýtt sér hugmyndina um hana, bæði til að selja varning og hugmyndafræði, hvernig ástarsamskipti fara fram undir formerkjum markaðarins og ennfremur fjallað um ástarkraft kvenna sem grundvallardrifkraft hins persónulega í samfélaginu. Nokkrar þekktar ástarsögur úr dægurmenningunni eru greindar með aðferðum orðræðugreiningar og þær notaðar til að varpa ljósi á hvernig konum er kennt frá blautu barnsbeini að veita af ástarkrafti sínum með því að skilyrða þær óþarfri þrá eftir rómantískri ást. Tengd verða saman dæmi og kenningar og komist að þeirri niðurstöðu að hugmyndin um rómantíska ást er samfélagsleg goðsaga með flóknar rætur, sem í dag nýtist til að fá sjálfstæðar konur til að halda áfram launalausu hlutverki sínu sem ástarveitur fyrir karla og samfélagið allt.

  • Útdráttur er á ensku

    Romantic love is one of the best things in life, on that both Coca Cola and Disney agree. This thesis discusses the idea of romantic love as it manifests itself in modern western culture, both the effect it has on society, economy and popular culture and also how it influences power imbalance and gender inequality. It raises the question whether the development of the idea of romantic love in Western culture in the twentieth century is connected to women’s growing social and political power. This question is answered in this source essay, where extensive theoretical sources and examples of popular culture from the last century and this one are intertwined. The main emphasis is on the theories of Anna Guðrún Jónasdóttir, a political scientist and gender studies academic, about love power and the economics of love and the theories of sociologist Eva Illouz, that has researched love as a factor in economy and also people’s expectations and experience of love and relationships in general. Their theories are linked together by discussing the discourse of popular culture as it is displayed in music, film, advertisements and children’s material from the early twentieth century until today. In the thesis I discuss theories about the biological purpose of romantic love, how capitalism has utilized the idea of it to sell both merchandise and ideas, how love and relationship are subject to the structures of the market and women’s love power as a basic drive force for the personal in society. A few well known love stories from popular culture are discussed using the methods of discourse and thus light is shed on how women are taught from a very early age to give away their love power by conditioning them to desire and believe in romantic love. A combination of those stories and theory leads to the conclusion that the idea of romantic love is a societal myth with complex roots that today is utilized to get independent women to choose voluntarily to continue their unpaid emotional labour, for men and society as a whole.

Samþykkt: 
  • 10.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynhildur Björnsdóttir MA menningarfræði Vald ástarinnar.pdf631.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Brynhildur Björnsdóttir yfirlýsing um lokaverkefni 2020.jpeg520.9 kBLokaðurYfirlýsingJPG