Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37007
Gegnumstreymis- og fjármögnuð lífeyrissjóðakerfi (e. Pay-As-You-Go PAYG, e. Fully Funded FF) voru tekin til skoðunar. Markmiðið var að leggja mat á hvort kerfið stæði hinu framar. Niðurstöður eru þær að FF kerfi séu almennt séð betri en þó að PAYG kerfi hafi sína kosti. Sett er upp hagfræði líkan í anda Diamond til þess að skoða velferðaráhrif hvors kerfis fyrir sig. Þá eru skoðuð gögn OECD landa og þau borin saman við niðurstöður líkansins. Seinni hluti ritgerðarinnar skoðar atriði við samanburð kerfanna sem líkanið grípur ekki og endar á umfjöllun um hvernig nýta mætti kosti beggja kerfa til þess að vega hvert annað upp.
Hugtökin kvik hag- og óhagkvæmni (e. dynamic efficiency, e. dynamic inefficiency) eru kynt, sem í stuttu máli varða hvort raunvextir séu umfram hagvöxt (kvik hagkvæmni) eða öfugt (kvik óhagkvæmni) í hagkerfinu. Við skoðun á gögnum OECD landa sést að hið fyrra, kvik hagkvæmni þ.e. raunvextir umfram hagvöxt, er mun algengara en hið seinna. Líkanið í fyrsta kafla segir okkur að helst við aðstæður kvikrar óhagkvæmni geti innleiðing PAYG kerfis verið Pareto hagkvæm. Þrátt fyrir það eru mun fleiri af OECD löndunum með PAYG kerfi heldur en tilfelli kvikrar óhagkvæmni eru. Ástæður fyrir algengni PAYG kerfa kunna að vera sögulegar, pólitískar eða jafnvel viðeigandi. Stærsti kostur innleiðingu PAYG kerfa er nefnilega sá að leysa ákallandi fjárhagsvandi eldri borgara samstundis, sé hann til staðar. Vegna þessarar sömu velferðargjafarinnar til fyrstu kynslóð eldri borgara fylgir vandamál um tvöfalda greiðslubyrgði komi til þess að leggja eigi niður PAYG kerfið. Sem sést skýrast með því að hugsa til síðustu kynslóð vinnandi einstaklinga áður en kerfið er fellt niður (sem þá þyrfti að borga til kerfisins án þess að fá neitt tilbaka á eigin efri árum). Innleiðing FF kerfis getur ekki leyst þennan ákallandi fjárhagsvanda eldri borgara sé hann til staðar. FF kerfi státa þá af betri ávöxtun við aðstæður kvikrar hagkvæmni (raunvextir umfram hagvöxt) sem og að vera laus við hina tvöföldu greiðslubyrgði sem PAYG kerfum fylgir. Síðasti kafli ritgerðinnar skoðar eina af fyrstu rannsóknum sem sýna fram á samnýtingu kerfanna, þar sem PAYG grípur ákallandi fjárhagsvandi fyrstu kynslóðar eldri borgara en FF sér um ávöxtun til framtíðar, án þess að neinn hljóti verra af. Hugmyndin er að taka FF kerfið upp í skrefum á kostnað PAYG kerfisins. Hugmyndin er ekki ný af nálinni en það sem greinir þá rannsókn sem hér er til skoðunar frá öðrum er að með því að gefa sér þá forsendu að elliglýja sé viðvarandi geti framkvæmdin verið Pareto hagkvæm (engin kynslóð hlýtur verra af) fyrir allar kynslóðir til framtíðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
skemmastadfesting.jpg | 105,31 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
HjalmarSigurdssonbs2.pdf | 553,07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |