is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37009

Titill: 
  • Rafhjólavæðing Íslandspósts: Frá sólum til hjóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um innleiðingu rafhjóla hjá Íslandspósti sem geta afkastað töluvert meira heldur en gangandi bréfberi, hvernig innleiðingin horfir við starfsmönnum og hvaða afleiðingar hún hefur á starf og starfsöryggi starfsmanna í dreifingu. Framkvæmd innleiðingarinnar er síðan borin saman við hvað fræðin segja varðandi hvernig góð innleiðing breytinga eigi að vera. Rannsakað er með blandaðri aðferð (e. mixed method) það er eigindlegri og megindlegri aðferð, upplifun og afstaða starfsmanna í dreifingahluta Íslandspósts til innleiðinga rafhjóla og afleiðing þeirrar innleiðingar. Öllum almennum starfsmönnum í bréfadreifingar hluta Íslandspósts á höfuðborgarsvæðinu var boðið að taka þátt í könnun sem var tekin á netinu, eigindleg rannsóknaðferð var notuð gagnvart stjórnendum í formi opins spurningalista. Megindlega könnunin var opin í átta daga fyrir þátttakendur en eigindlega rannsóknin var framkvæmd á einum degi.
    Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þrátt fyrir að augljóst er að ekki var farið eftir fræðum breytingastjórnunar í innleiðingarferlinu náðust þau markmið sem stjórnendur höfðu sett, það er að einingarkostnaður í útburði lækkaði umtalsvert. Það vantaði samt sem áður upp á samvinnu stjórnenda við bréfbera, hvatningu og skilning á tilfinningaferli þeirra og að fagna áfangasigrum. En innleiðing hjólanna gerði það að verkum að stöðugildum bréfbera fækkaði umtalsvert en sú fækkun kom fram í starfsmannaveltu, tilfærslu starfsmanna og uppsagna með tilheyrandi áhrifum á starfsmenn.

Samþykkt: 
  • 10.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafhjólavæðing Íslandspósts - Lokaútgáfa.pdf1,57 MBLokaður til...01.10.2025HeildartextiPDF
Skemma.pdf667,3 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Verkefnið er lokað í 5 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.