Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37011
Í þessari ritgerð er kvikmyndin Keimur af kirsuberjum (1997, Tam-e Gilas) eftir íranska leikstjórann Abbas Kiarostami greind út frá kenningum bandaríska kvikmyndafræðingsins Davids Bordwell um breytufrásögnina. Skrif Bordwells og annarra fræðimanna um breytufrásögnina eru rakin og gerð tilraun til að gefa af þeim heildstæða mynd. Bordwell setti fram hugmyndir sínar um breytufrásögnina í bókinni Narration in the Fiction Film (1985), þar hann sem greindi frá fimm frásagnarformum innan frásagnarkvikmynda. Auðkennandi þáttur breytufrásagnarinnar umfram önnur frásagnarform er að stíll er mótandi afl innan frásagnarinnar. Í breytufrásagnarlegri greiningu er einblínt á stílíska þætti kvikmynda og hvernig þeir skapa reglu, umfram merkingu, innan frásagnanna. Í greiningunni á Keimi af kirsuberjum er samspil kvikmyndatöku og klippingar skoðað sem mótandi breyta frásagnarinnar. Til grundvallar greiningarinnar er tekið saman yfirlit um ævi og feril kvikmyndaleikstjórans Abbas Kiarostami og reynt að skýra sögulegt, listrænt og menningarlegt samhengi kvikmynda hans. Þar að auki er stuttlega gefin mynd af sýningum og viðtökum á kvikmyndum Kiarostamis á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
gr_yfirlysing.pdf | 288.8 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
myndadaemi_keimur.pdf | 954.38 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
BA_GunnarRagnarsson_Keimur.pdf | 1.49 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Hér um að ræða myndadæmi til skýringar greiningarinnar. Um er að ræða 39 myndir og því gefinn valkostur á að skoða þær í aukaskjali, þó myndadæmin sé líka að finna í ritgerðinni.