is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37015

Titill: 
  • Titill er á ensku Westfjords and the EarthCheck environmental certificate: Cooperation between municipalities and companies
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa fengið starfsemi sína umhverfisvottaða af EarthCheck. EarthCheck vottunin leggur þá skyldu á herðar sveitarfélaganna að bæta frammistöðu sína í umhverfismálum og vinna að sjálfbærri þróun. Íbúar Vestfjarða og fyrirtæki á svæðinu eru ekki skuldbundin til að uppfylla þau viðmið sem EarthCheck setur. Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna hversu mikla þekkingu forsvarsfólk fyrirtækja á Vestfjörðum hefur á EarthCheck umhverfisvottuninni auk þess að greina hvaða leiðir eru færar til að hvetja fyrirtæki á Vestfjörðum til að leggja meiri áherslu á umhverfismál. Til að öðlast dýpri skilning á viðhorfum þátttakanda var beitt eigindlegri rannsóknaraðferð. Alls voru tekin 16 viðtöl við starfsmenn fyrirtækja á Vestfjörðum. Þau voru tekin í júlí og ágúst 2020. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fyrirtæki á svæðinu hafi ekki mikla þekkingu á EarthCheck umhverfisvottuninni. Einnig töldu viðmælendur að sveitarfélög á Vestfjörðum legðu almennt ekki mikla áherslu á umhverfismál. Flestir viðmælendur telja að mjög mikilvægt sé fyrir rekstur fyrirtækja að hafa umhverfisvottun eða mótaða umhverfisstefnu, því viðskiptavinir þeirra krefðust iðulega upplýsinga um hvort starfsemin sé sjálfbær. Stór hluti viðmælenda vildi einnig auka samstarf sveitarfélaga og fyrirtækja á Vestfjörðum í umhverfismálum og töldu sumir að aukin þátttaka almennings gæti ýtt undir árangursríkt samstarf. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að sveitarfélög á Vestfjörðum eigi kost á að auka samstarf sitt við fyrirtæki á svæðinu og sameina krafta allra til að efla sjálfbæra þróun á Vestfjörðum.

  • Útdráttur er á ensku

    The municipalities in the Westfjords have been awarded with an EarthCheck environmental certificate. This certificate requires the municipalities to reduce their environmental impact and work towards achieving sustainable development, while the residents and the companies operating within each municipality are not required to follow the EarthCheck guidelines. This study aims to determine what knowledge the companies in the Westfjords have about the EarthCheck certificate and how the companies can be encouraged to put more emphasis on environmental issues. A qualitative research method was used for this research to gain a deep understanding of the participants’ views and opinions. There were 16 interviews conducted in July and August 2020, with representatives from companies in the Westfjords. The results of the study indicate that the companies in the Westfjords do not have much knowledge about the EarthCheck certificate and they felt that their municipalities had not been putting much emphasis on environmental issues in general. Most companies acknowledged the importance of having an environmental policy or a certificate because their customers frequently requested information about whether their operation was sustainable. Many of the participants wanted increased cooperation with their municipality on environmental issues and some of them suggested that one way to achieve that is by increasing public participation with the companies. These results suggest that the municipalities in the Westfjords have a potential for increasing cooperation with companies in the Westfjords which might facilitate an environment where they can unitedly work towards achieving sustainable development.

Styrktaraðili: 
  • Nýsköpunarsjóður námsmanna
Samþykkt: 
  • 10.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37015


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Declaration of access - KHH.pdf203.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Westfjords and the EarthCheck environmental certificate.pdf776.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna