is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37018

Titill: 
  • Frá Dídó til Eneasar: Íslensk þýðing sjöunda bréfs kvenhetjanna eftir Óvidíus, ásamt inngangi og skýringum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Hér birtist íslensk þýðing sjöunda bréfs kvenhetjanna (lat. Heroides) eftir rómverska skáldið Públíus Óvidíus Nasó, ásamt inngangi og skýringum, en kvæði þetta er ort undir yfirskriftinni Frá Dídó til Eneasar. Þar skrifar Dídó, drottning Karþagóborgar, kappanum Eneasi bréf eftir að hann hefur yfirgefið hana til að leita þess ríkis sem guðirnir buðu honum að stofna á Ítalíu og varð síðar Rómaveldi, samkvæmt hinni rómversku hefð. Í inngangi er svo fjallað um ólík hlutverk Dídóar og Eneasar í kvæðinu, í anda feminískrar bókmenntarýni (e. feminist literary criticism), og það sem þetta segir okkur um samfélagsleg gildi eða stöðu karla og kvenna í samtíma skáldsins, auk þess sem rýnt er í bakgrunn kvæðisins og þá nýlundu, gagnrýni og lærdóm sem felst í því.

Samþykkt: 
  • 10.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hólmar-Hólm-BA-ritgerð-2020-latína-Skemman-yfirlýsing.pdf1,03 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Hólmar-Hólm-BA-ritgerð-2020-latína.pdf517,35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna