is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37024

Titill: 
  • De Palma, Hitchcock og sturtur: Birtingarmynd sturtuatriðisins í Psycho í kvikmyndum Brians De Palma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leikstjórinn Brian De Palma er þekktur fyrir að nýta sér efnivið kvikmynda frá öðrum leikstjórum en þar af hafa áhrif Alfreds Hitchcock á verk hans vakið mesta athygli. Í þessari ritgerð er fjallað um kvikmyndir De Palma út frá sambandi þeirra við verk Hitchcocks í ljósi textatengsla. Greint er frá hvernig áhrif Hitchcocks birtast í söguheimi, stíl, persónugerðum og viðfangsefnum myndanna. Megin viðfangsefni ritgerðarinnar snýr að textatengslum kvikmyndanna við sturtuatriði Psycho en atriðinu bregður fyrir alls tólf sinnum í verkum De Palma. Beint er sjónum að birtingarmynd sturtuatriðisins í verkum De Palma og dregnir eru fram lykilþættir sem tengja atriðin saman. Sjálft kvikmyndaformið er De Palma afar hugleikið og lögð er áhersla á hvernig fagurfræðilegar aðferðir kvikmyndamiðilsins koma fram í sturtuatriðunum. Þá verður varpað ljósi á að grundvallarvirkni kvikmyndamiðilsins byggir á tjáskiptum sem byggir á ákveðnu málkerfi líkt og hefðbundið tungumál.

Samþykkt: 
  • 10.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð í kvikmyndafræði.pdf4.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf490.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF