is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37029

Titill: 
 • „Hún er ekki bara hreyfing, hún er líka lífsstíll og vinnuumhverfið.“ Könnun á upplifun og viðhorfi skólastjórnenda til innleiðingar verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um upplifun og reynslu stjórnenda í nokkrum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu af innleiðingu og stjórnun Heilsueflandi framhaldsskóla, verkefnis á vegum Embættis landlæknis. Það hófst sem tilraunaverkefni 2008 í einum skóla en nær nú til allra framhaldsskóla á landinu. Eins var skoðuð upplifun þeirra og reynsla af stuðningi Embættis landlæknis og helstu hindranir sem þeir telja vera við innleiðingu.
  Ritgerðin byggir á aðferðum eigindlegrar aðferðafræði, tekin voru viðtöl við átta stjórnendur í sex framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Stuðst var við viðtalsramma sem unninn var út frá rannsóknarspurningum með það að markmiði að fá flæði í frásagnir stjórnenda með eigin orðum af upplifun og reynslu af verkefninu.
  Helstu niðurstöður sýna að almennt eru stjórnendur jákvæðir gagnvart innleiðingu heilsueflingar. Þeir telja hana ýmist hafa ýtt undir þá hugsun sem þegar hafi verið til staðar eða hvatt starfsfólk til þess að flétta heilsueflingu inn í starfið. Allir nýttu sér námskeið og stuðning sem Embætti landlæknis veitir og þó að fáir hafi viljað nefna hindranir minntust flestir á mötuneyti skólanna sem eru einkarekin.
  Niðurstöður geta nýst sem innlegg í umræður framhaldsskóla og Embættis landlæknis um verkefnið og verða vonandi hvatning til skólastjórnenda til samtals.

Samþykkt: 
 • 10.9.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.HS.pdf744.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hún er ekki bara hreyfing hún er líka lífsstíll og vinnuumhverfið-Lokaskil_.pdf472.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna