is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37030

Titill: 
  • „Það segir nú bara svo mikið og... ég held það segi nú bara allt með það hvernig áframhaldið verður“ Viðhorf og upplifun starfsmanna á móttöku nýliða í ferðaþjónustufyrirtæki
  • Titill er á ensku „ It is just so revealing, and… I think it will predict the outcome…" Employees attitudes and experiences towards employee orientation in a tourism company
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um móttöku nýrra starfsmanna. Markmið rannsóknarinnar er að kanna upplifun og viðhorf undirmanna í ferðaþjónustufyrirtæki á því hvernig tekið er á móti þeim í nýju starfi. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem viðmælendur voru starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækis. Viðmælendur voru sjö talsins og eiga það allir sameiginlegt að vera undirmenn í fyrirtækinu. Fyrirtækið sem unnið var með og kannað í rannsókninni er rótgróið meðal stórt ferðaþjónustufyrirtæki.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að upplifun viðmælanda af móttökuferlinu er jákvæð í flestum tilfellum en mætti vera betri og í fastari skorðum. Flestir viðmælendur voru ánægðir með þær móttökur sem þeir fengu frá yfirmönnum sínum og samstarfsfélögum en munur er á frásögnum þeirra hvernig móttökur þeir fengu. Viðmælendur voru flestir sammála um að þörf er á verulegum úrbótum þegar kemur að þjálfun og fræðslu nýliða. Munur var á milli viðmælenda hvernig þeir lýstu þjálfun sinni og því hversu óánægðir þeir voru með þá þjálfun sem þeir hlutu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þjálfunin sem nýir starfsmenn hljóta sé ómarkviss og misjöfn eftir því hvaða starfsmaður tekur að sér að þjálfa nýliðann. Að lokum sýndu niðurstöður að fyrirtækið er með of marga stjórnendur og því má álykta að starfsfólk fái ekki nægilega skýr skilaboð um hvernig hlutirnir eiga að vera og jafnvel misvísandi skilaboð.
    Mannauðurinn er mikilvæg auðlind og hann ber að vernda. Því er mikilvægt að vel sé staðið að móttöku og þjálfun nýliða. Niðurstöður gefa vísbendingu um að nýir starfsmenn þurfi hver og einn að vera að finna upp hjólið og reka sig á í starfi og læra þannig meira af sjálfum sér út frá mistökum sem þeir gerðu og búa til sína eigin verkferla í stað þess að fylgja því sem á að gera svo að allir vinni að sömu markmiðum og í takt við gildi fyrirtækisins.
    Hugtök: Mannauðsstjórnun, móttaka nýliða, nýliðaþjálfun, nýliðafræðsla

  • Útdráttur er á ensku

    This Master ‘s thesis is about employee orientation training. The objective of this research was to examine the experience and attitude of new employees at a subordinate level, towards orientation training in a tourism company. A qualitative research method was used, where all seven interviewees were employees of said company. The company involved in the research was a mid-sized, well established tourism company.
    The research findings indicate that the interviewee’s experience of the employee orientation training was positive in most cases, but in their opinion, the system could have been better organized and better established than it was. Most interviewees were happy with the employee orientation training they received from their superiors and co-workers, but there was a distinct difference in their description of the orientation training the received.
    The findings of this research indicate that the training given to new employees was not to the point and varied greatly depending on which co-worker gave the training. Finally, the findings showed that the company has too many managers and therefore a conclusion could be made that the employees do not receive a clear message on how things should be run and in some cases, the message would act contradictory.
    Employees are an important asset that should be cherished. Therefore, it is very imperative that the employee orientation training is well organised and performed. The results of this research indicate that every new employee has in fact, have to re-invent the wheel in the sense that they have to make their own mistakes and learn from them and from themselves, invent their own work processes instead of following the expected company guidelines, so that everyone work towards the same goals, in correlation with the company´s values.
    Concepts: Human Resource Management, Employee orientation, Orientation training, Orientation education.

Samþykkt: 
  • 10.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing-Marianna-Jonsdottir-Undirritud.pdf248.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS Ritgerd Lokaútgáfa Marianna Jonsdottir.pdf732.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna