is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37033

Titill: 
  • Verkfærakistan. Tæki og tól verkefnastjórans
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarverkefnisins er að skoða í verkfærakistu íslenskra verkefnisstjóra eða stjórnenda sem vinna að verkefnum með það að markmiði að kanna hvað það er sem eykur virði og framgang verkefna. Starf verkefnastjóra er mikilvægt innan skipulagsheildarinnar og því skiptir máli að vita hvað það er sem verður til þess að verkefni skilar því sem lagt var upp með. Má gera ráð fyrir því að í framtíðinni verði starf verkefnastjóra og hæfni hans til að skila af sér virðisaukandi verkefnum fyrir skipulagsheildina sífellt mikilvægara. Til að svara rannsóknarspurningum var í upphafi reynt að senda út spurningakönnun og þó að svarhlutfall í henni hafi ekki verið nægilegt til að fá fram gildar niðurstöður eru helstu niðurstöður settar fram með þeim fyrirvara. Jafnframt voru tekin viðtöl við átta starfandi verkefnastjóra til að afla gagna fyrir rannsóknina.
    Verkfærakistan eykur virði og framgang verkefna, séu verkfærin notuð með það að markmiði að þau sé til stuðnings í verkefnavinnu en setji verkefnum ekki of fastan ramma. Því er hægt að svara rannsóknarspurningunum játandi, það að nota aðferðafræði, tæki og tól verkefnastjórnunar eykur virði og framgang verkefna. Reynsla af verkefnastjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum eða samskiptafærni sem á sér stað út allt ferlið eru aðalatriðin og þar á eftir gerir menntun einstakling að hæfum verkefnastjóra og tryggir góðan framgang og virði í verkefni.

Samþykkt: 
  • 10.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkfærakistan - tæki og tól verkefnastjórans.pdf1,65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
liljasv_skemman.pdf62,65 kBLokaðurYfirlýsingPDF