Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37044
Í þessari ritgerð er farið yfir möguleika Íslands í gjaldeyrismálum og þá sérstaklega þegar kemur að upptöku á evru. Einnig er stutt umfjöllun um bæði Seðlabanka Íslands og Evrópska seðlabankann. Farið er yfir skilyrði inngöngu í myntbandalagið og hvað skilgreinir hagkvæmt myntsvæði. Í lokin er svo fjallað um rekstrarhagfræðilegan viðskiptakostnað vegna gjaldmiðlaskipta sem hægt er að eyða með því að notast við sama gjaldmiðil og helstu viðskiptaþjóðir okkar. Farið er stuttlega yfir fyrri rannsóknir og framkvæmt mat á þessum kostnaði. Helstu niðurstaða matsins er að slíkur viðskiptakostnaður nemur um 9,3 milljörðum króna á ári. Það jafngildir um 0,33% af vergri landsframleiðslu Íslands 2018 eða 1,14% af viðskiptum við evrusvæðið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemma.pdf | 2,23 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Upptaka evru á Íslandi Rekstrarhagfræðilegur ávinningur vegna lægri viðskiptakostnaðar.pdf | 1,1 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |