en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37056

Title: 
  • Title is in Icelandic Ímynd Clarins: "Beauty through plants"
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ímynd vörumerkis á sér stað í hugum neytenda og snýst um það hvernig þeir sjá og skynja vörumerkið. Vitund neytenda um vöru og þjónustu er forsenda þess að ímynd geti átt sér stað í hugum þeirra. Það er mikilvægt að greina styrkleika og veikleika ímyndar svo hægt sé að laga og bæta það sem er óviðunandi. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla ímynd Clarins og að því loknu að bera hana saman við staðfærslu vörumerkisins. Upphaf vörumerkisins má rekja til ársins 1954 þegar það var stofnað af Jacques Courtin Clarins. Við rannsóknina var notast við megindlega rannsóknaraðferð í formi spurningarlista til að mæla ímynd vörumerkisins. Einnig var tekið viðtal við þjálfara Clarins á Íslandi, til að öðlast dýpri skilning á viðfangesefninu. Síðan var notast við hentugleikaúrtak í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Alls tóku 314 þátttakendur þátt í könnuninni. Þar var spurt um átta mismunandi ímyndarþætti Clarins og þátttakendur spurðir hvort þeir tengdu veikt eða sterkt við hvern þátt fyrir sig. Þar að auki var Clarins borið saman við samkeppnisaðila. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að Clarins hefur sterka vörumerkjavitund á markaði. Stærstur hluti þátttakenda þekkir vörumerkið. Við greiningu á ímyndarþáttum Clarins kom í ljós að þeir eru missterkir og þættir sem ættu að vera sterkir miðað við staðfærsluna eru það ekki í hugum neytenda. Neytendur tengja helst „rótgróið“, „áreiðanlegt“ og „gæði“ við Clarins sem er í takt við hluta staðfærslunnar. Áhugavert var að sjá að þeir þátttakendur sem átt hafa vörur frá Clarins tengdu sterkar við ímyndarþættina en hinir sem ekki hafa átt vörur frá því. Þetta á við um alla ímyndarþættina nema „gamaldags“ en þar snerist dæmið við og þeir sem hafa átt vörur frá merkinu tengdu veikar við þann ímyndarþátt en hinir. Tækifæri eru til staðar til að bæta stöðu Clarins á markaði.

Accepted: 
  • Sep 11, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37056


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ímynd Clarins.pdf1.03 MBLocked Until...2025/09/10Complete TextPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf101.61 kBLockedDeclaration of AccessPDF