Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37064
Þótt kynslóðirnar sem ganga í menntaskóla í dag séu framarlega í tölvutækni hafa þær að meðaltali styttri athyglisspanna en fyrri kynslóðir og þjálst frekar af andlegum veikindum. Þar af leiðandi getur það verið umtalsverð áskorun fyrir kennara að skapa vænlegt námsumhverfi eða virkja námshvata nemenda. Markmið verkefnisins, sem hér er lagt fram til fullnustu MA gráðu frá Háskóla Íslands er að sýna fram á nytsemi þess að nýta hreyfingu sem kennsluaðferð í tungumálakennslu og hvernig sú kennsluaðferð tengist á Grunnþætti Aðalnámskrár frá árinu 2011. Kynntar eru helstu nýjungar á sviði hreyfikennslu auk þess sem hugmyndafræðilegur bakgrunnur um aðskilnað hugar og líkama er skoðaður. Stuðst er við niðurstöður rannsókna um áhrif hreyfingar á námsgetu og andlega líðan en einnig er gerð grein fyrir þeim marvíslegu líffræðilegu ferlum sem eiga sér stað þegar heilinn nemur upplýsingar og kemur þeim fyrir í langtíma- eða skammtímaminninu. Í því samhengi er lögð áhersla mikilvægi skynjunar, tilfinningatengsla og andlegrar heilsu í lærdómsferli. Meginniðurstöður sýna að hreyfing hentar vel fyrir nemendur samtímans þar sem hún þjálfar bæði einbeitingu, vekur áhuga, eflir hópanda og styrkir nemendur í samvinnu.
While secondary school generations of today are technologically advanced, they have, on average, shorter attention spans than the previous generations and suffer more frequently from mental illness. As a result, it can be a challenge for teachers to create a positive learning environment or to activate students’ motivation. The aim of the project, here presented to fulfill final requirements for a MA degree in teaching of languages at the University of Iceland, is to demonstrate the usefulness of movement based learning in language teaching and how that teaching method fits into the basic elements of the National Curriculum Guide from 2011 (Aðalnámsskrá). The main innovations theoritized in the field of movement based teachings are introduced as well as the ideological background of the separation of mind and body. Consecuently the results of numerous investigations on the effects of exercise on learning ability and mental well-being are examined, while simultaneously the biological processes that take place when the brain receives information and places it in long-term or short-term memory is discussed. In this context, the importance of perception, emotional connection and mental health in the learning process is emphasised. The main results show that exercise is well suited for contemporary students as it promotes concentration, stimulates learning motivation and enhances the group spirit along with the ability to collaborate.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Master. B.E..pdf | 12.42 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skjal20091110530.pdf | 59.01 kB | Lokaður | Yfirlýsing |