is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37066

Titill: 
  • Sálrænn stuðningur meðal viðbragðsaðila á Íslandi. Greining á stöðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og tillögur til úrbóta.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar einstaklingar takast á við það versta er gjarnan ætlast til að viðbragðsaðilar séu upp á sitt besta. En hvað felst í að „vera upp á sitt besta“? Er nóg að vera í líkamlega góðu formi og vera vel þjálfaður á björgunarbúnað og tæki? Ritgerð þessi er um sálrænan stuðning meðal viðbragðsaðila á Íslandi. Tilgangurinn er greining á stöðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og eru lagðar fram tillögur til úrbóta með fræðin og góða starfshætti að leiðarljósi. Þátttakendur voru Landhelgisgæsla Íslands, Neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Ríkislögreglustjóri, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins auk fyrrum aðila í stuðningshópi Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Á fyrsta áratug 21. aldarinnar hafa viðbrögð við erfiðum atburðum innan skipulagsheilda breyst og í dag er til góð heildræn áfallastreitustjórnun (e. critical incident stress management). Heildræna nálgunin byggir á vel ígrunduðum og fræðilegum ramma sem studdur er af fjölmörgum rannsóknum. Helstu niðurstöður eru að viðbragðsaðilarnir vilja allir stuðla að góðum tilfinningalegum aðbúnaði fyrir sínar skipulagsheildir og greina má marga lykilþætti heildrænnar áfallastreitustjórnunar meðal þeirra. Slysavarnafélagið Landsbjörg var áður með mjög öflugan sálrænan stuðning og hefur alla burði til að byggja hann upp að nýju með heildræna áfallastreitustjórnun að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 11.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing f. Skemmu ET.jpg169,98 kBLokaðurYfirlýsingJPG
2020 MS ritgerð lokaeintak ET.pdf759,96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna