is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37067

Titill: 
 • Fjárfesting í hlutabréfum: Er hægt að sigra hlutabréfamarkaðinn?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni verður sjónum beint að skilvirkni hlutabréfamarkaða og aðferðum við mat á spágetu fyrir verðþróun hlutabréfa.
  Tilgangur verkefnisins er að kanna hagnýtingu sögulegra gagna við mat á framtíðarþróun hlutabréfaverðs þ.e. hvort hægt sé að sigra markaðinn? Og hvort hagnýting sögulegra gagna við mat á framtíðarþróun hlutabréfaverðs virki?
  Verkefnið er unnið úr sögulegum gögnum daglegs lokaverðs hlutabréfa sem flutt voru í forritið PythonTM. Tímabil gagnaöflunar var frá 1. janúar 2000 til 1. janúar 2020 og 2. janúar 2020 til 28. ágúst 2020 en gögnum um daglokaverð á bandarískum hlutabréfamarkaði var aflað frá upplýsingaveitunni Yahoo Finance fyrir eftirtalin skráð félög: Microsoft Corporation, Apple Inc., Amazon.com, NVIDIA Corporation, JPMorgan Chase & Co.
  Útreikningar þeirra handahófskenndu félaga (e. random) sem könnuð voru í rannsókninni leiddu í ljós að hlutabréfamarkaðurinn er óskilvirkur og nýta má spálíkön við mat á framtíðarverði hlutabréfa. Í einhverjum tilfellum virðast spálíkön virka en þó ekki í öllum. Einnig virðist hlutabréfamarkaðurinn vera skilvirkur í sumum tilfellum en í öðrum tilfellum eru frávik á honum og hlutabréfamarkaðurinn því ekki talinn vera skilvirkur. Mat á fjárfestingavalkostum innan hlutabréfamarkaðarins virðist að miklu leyti vera bundið slembilukku.

Samþykkt: 
 • 11.9.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni.pdf7.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf1.15 MBLokaðurYfirlýsingPDF