is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37068

Titill: 
  • Hér, þar og allsstaðar: Endurspeglar opinber íslensk útflutningsaðstoð þarfir íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja?
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Árið 2019 var farið í mikla stefnumótunarvinnu til þess að ná markmiðum um aukinn útflutning. Íslandsstofa og Útflutnings- og markaðsráð unnu þessa nýju stefnu með yfir 350 hagsmunaaðilum úr hinum ýmsu atvinnugreinum á Íslandi. Unnið verður eftir þessari nýju stefnu næstu fimm árin og hún svo endurskoðuð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort sú opinbera útflutningsaðstoð sem í boði er á Íslandi endurspegli þarfir íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Notast var við eigindlega aðferðafræði við gerð rannsóknarinnar. Viðtöl voru tekin við 10 einstaklinga sem starfa í íslenskum fyrirtækjum innan hugbúnaðariðnaðarins og opinbera starfsmenn stofnanna með útflutningsaðstoð. Viðtölin voru tekin í upphafi rannsóknartímabilsins og síðan aftur undir lok tímabilsins við hluta hópsins. Helstu hindranir sem hugbúnaðarfyrirtækin standa frammi fyrir eru skortur á fjármagni, vöntun á tengslaneti, skorti á þekkingu og sérhæfingu starfsfólks í sölu- og markaðsmálum. Helstu niðurstöður voru þær að ef farið verður eftir nýju stefnu Íslandsstofu og Útflutnings- og markaðsráðs þá mun opinber útflutningsaðstoð koma til móts við þarfir hugbúnaðarfyrirtækja. Búið er að gera sérstaka stöðu innan Íslandsstofu sem á að sinna hugviti, nýsköpun og tækni. Því verður nú lögð meiri áhersla á hugbúnaðariðnaðinn heldur en áður. Mjög áhugavert verður að sjá hvort að þessi fimm ára stefnumótum skili tilskyldum árangri að tímabilinu loknu og gera má ráð fyrir að aðgerðirnar þurfi endurskoðunnar við þar sem hugbúnaðarheimurinn er í stöðugri þróunn.

Samþykkt: 
  • 14.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal meistararitgerðar.pdf609.35 kBLokaður til...24.10.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf148.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Verkefnið er lokað í 10 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.