is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37070

Titill: 
  • Hnífar og hækjur: Birtingarmynd fatlaðs fólks á söfnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Söfn eru lifandi stofnanir sem þjóna þeim samfélögum sem þau tilheyra. Samfélög manna eru þó margslungin og fjölbreytt. Einn jaðarhópur sem lítið hefur verið fjallað um á söfnum er fatlað fólk. Talið er að um 15% jarðarbúa séu fatlaðir á einhvern hátt. Því er mikilvægt að söfn leiti leiða til að koma á móts við fatlað fólk. Hér er leitast er við að svara tveimur rannsóknarspurningum. Annars vegar hvers vegna það er mikilvægt fyrir söfn að vinna með hópum fatlaðra úr samfélaginu sem þau þjóna? Hins vegar hvað má finna í safnkosti Þjóðminjasafns Íslands sem varpar ljósi á efnismenningu og líf fatlaðs fólks hér á árum áður? Farið er yfir helstu kenningar og greinar þar sem safnafræði og fötlunarfræði mætast. Einnig skoðað hvers vegna það er mikilvægt að söfn fjalli um þessi málefni og nýti þá sérfræðiþekkingu sem fatlað fólk býr yfir. Það fundust 64 gripir hjá Þjóðminjasafni Íslands sem féllu inn í verkefnið Fötlun fyrir tíma fötlunar, en þar er leitast við að varpa ljósi á líf og tilveru fatlaðs fólks á Íslandi frá landnámi og fram til ársins 1936. Listi yfir alla gripina er að finna í viðauka. Gripir eru ein af þeim heimildum sem vert er að taka alvarlega. Gripir gefa öðruvísi sýn inn í fortíðina heldur en ritaðar heimildir og hafa einnig öðruvísi áhrif á fólk.

Samþykkt: 
  • 14.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hnifar_og_haekur_RikeyGudmundsdottirEydal.pdf564.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
119171450_337144467430881_8052254448104973036_n.jpg171.11 kBLokaðurYfirlýsingJPG