Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37073
Ritgerð þessi fjallar um samfélagsleg viðhorf gagnvart skemmri skírn og valdi ljósmæðra í íslensku samfélagi á 19. öld. Er ritgerðin unnin út frá þjóðfræðikenningum um sagnir, heimsmynd, jaðartíma og þjóðtrú. Þá eru einnig áhrif kristinnar trúar á þjóðtrú skoðuð ásamt því hvernig menningin skapar líkamann. Ritgerðin er unnin úr svörum 93 kvenna fæddum eftir 1900 við tveimur spurningarlistum þjóðháttasafns, Barnið; fæðing og fyrsta ár sem gefinn var út árið 1963 og Nafngjöf og skírn sem gefinn var út 2003. Rýnt var í spurningarnar og svör þessarra kvenna við þeim. Út frá svörum þeirra voru viðhorf og sú heimsmynd sem ríktu á síðustu öld túlkuð. Var leitast við að svara þremur rannsóknarspurningum: Hvaða tilgangi gegndi skemmri skírn? Við hvaða aðstæður var skírt skemmri skírn? Hver var aðkoma ljósmæðra að skemmriskírn? Skírnin var framkvæmd til að tryggja barninu inngöngu í samfélag hinna lifandi og hinna dauðu. Í ljósi mikilvægis skírnarinnar var gripið til skemmri skírnar ef börn fæddust líflítil eða erfitt var að ná til prests. Skemmriskírnin hafði að auki þá virkni að líkna fremur en að lækna þar sem hún veitti fólki hugarró og huggun, ljóst er að þjóðtrú Íslendinga var sterk og líklegur hvati á bakvið skemmri skírnina.Voru ljósmæður fyrstar kvenna til að fá að framkvæma athöfnina þar sem samfélagið hafði mikla trú á verklagi þeirra og bar mikið traust til þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerð2020BerglindRagnarsdóttir.pdf | 362.33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
doc02757420200908165503.pdf | 569.86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |