is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37074

Titill: 
  • Góð heilsa er gulli betri. Innleiðing á heilsustefnu og skiptir stuðningur stjórnenda máli?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar og megintilgangur ritgerðarinnar var að skoða nánar og rannsaka hvernig innleiðingu að heilsustefnu væri háttað og hvort að stuðningur stjórnenda skipti máli við innleiðingu á slíkri stefnu. Framkvæmd var eigindleg rannsókn, þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við stjórnendur fjögurra fyrirtækja sem störfuðu þar sem mannauðsstjórar, starfsmannastjórar og ráðgjafar. Ritgerðin skiptist í tvo hluta, þ.e. fræðilegt yfirlit og rannsóknarhluta. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á þessum fjórum fyrirtækjum, þá er innleiðing að heilsustefnu hafin í einu fyrirtækinu, tvö fyrirtæki hafa þegar innleitt heilsustefnu með mjög góðum árangri, en eitt fyrirtækið er ekki með slíka stefnu. Stuðningur stjórnenda skiptir miklu máli við innleiðingu á heilsustefnu og rannsóknin sýnir að mikill velvilji sé til staðar á meðal æðstu stjórnenda að innleiða heilsustefnu í framtíðinni. Rannsókn leiddi einnig í ljós að mikilvægt er að huga vel að andlegri heilsu og það sé mikilvægur þáttur, þar sem það er að færast í vöxt og viðurkennt að oft á tíðum þurfi meiri fræðslu um andlega heilsu. Rannsóknin leiddi í ljós að þrjú fyrirtækjanna hvetja starfsfólk til að stunda heilsurækt, en mismunandi er hvað fyrirtækin eru að bjóða starfsfólki sínu og má þar nefna yoga, núvitund og hollt matarræði. Almennt má segja um svör viðmælenda að þeir töldu mikilvægt er að huga vel að andlegri heilsu starfsmanna og neyta holls mataræðis sem er stór hluti af vitundarvakningunni innan skipulagsheilda fyrirtækja. Þar sem mikið hefur verið rætt um kulnun í starfi undanfarið, þá nefndu viðmælendur það einnig sérstaklega að hlúa þurfi vel að andlegri heilsu starfsfólks og veita þeim stuðning sem verr eru settir líkamlega og þróa starfsfólk í þá átt að geta unnið við þau störf sem um ræðir. Niðurstöður sýna að öllum fyrirtækjunum er mjög umhugað um heilsu starfsmanna sinna og því er það liður í stefnu allra fyrirtækjanna að byggja upp öfluga heilsu- og vinnuvernd til að stuðla að bættri líðan starfsmanna. Ekki er hægt að alhæfa um niðurstöður rannsóknarinnar, en þær gefa okkur innsýn í það hvort heilsustefna sé innleidd í fyrirtækin og hvort að stuðningur stjórnenda skipti máli við innleiðinguna.útdráttur ritgerðar.

Samþykkt: 
  • 14.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
UnnurPálmarsdóttir_MS loka.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Unnur Pálmarsdóttir_Skemman skjal með undirskrift .pdf314.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF