is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37078

Titill: 
 • Styrkleikar og veikleikar fyrirtækjamenningar. Tengsl fyrirtækjamenningar, markaðshneigðar og árangurs
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fyrirtækjamenning og markaðshneigð eru hugtök sem hafa verið skilgreind meðal lykilþátta í árangri fyrirtækja. Ein af forsendum þess að fyrirtæki verði markaðshneigð er vilji stjórnenda, samvinna deilda og upplýsingaflæði án deildarmúra.
  Í þessari rannsókn er varpað ljósi á styrkleika og veikleika fyrirtækjamenningar N1, hvort munur sé á upplifun starfsmanna eftir kyni, starfstitli og starfsaldri, ásamt því hvernig starfsmenn meta skynjaðan árangur fyrirtækisins. Einnig er lagt mat á þær menningarvíddir sem endurspegla markaðshneigð og þannig lagt mat á styrk hennar. Til frekari glöggvunar er einnig fræðilegt yfirlit yfir hugtökin fyrirtækjamenning og markaðshneigð. Við mat á fyrirtækjamenningu N1 var stuðst við megindlega rannsóknaraðferð sem byggir á spurningalista Denison (e. Denison Organizational Culture Survey) sem mælir fyrirtækjamenningu út frá fjórum menningarvíddum. Víddirnar eru hlutverk og stefna, samkvæmni og stöðugleiki, þátttaka og aðild og aðlögunarhæfni. Sérstök áhersla var lögð á víddina aðlögunarhæfni þar sem talið er að hún eigi sterka tengingu við markaðshneigð. Spurningalistinn var sendur til þeirra starfsmanna N1 sem eru með netföng eða 177 talsins í júní 2020. Þátttakendur voru 83 með svarhlutfallið 46,9%. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að styrkur fyrirtækjamenningar N1 liggi í skýrri og góðri stefnu fyrirtækisins til framtíðar. Veikleikarnir eru deildarmúrar, skammtímahugsun, skortur á hvatningu til samvinnu og sameiginlegri sýn ásamt erfiðleikum við breytingar. Konur gefa hærri einkunn en karlar. Einnig þeir sem hafa starfað skemur en 6 ár en þeir sem hafa lengri starfsaldur. Þeir sem gegna stöðu sérfræðinga gefa almennt lægri einkunn. Við mælingu á frammistöðuþáttum í spurningalistanum skynjuðu starfsmenn árangur N1 góðan. Góð þekking á samkeppninni og þörfum viðskiptavina gefur til kynna að markaðshneigð sé til staðar að einhverju leyti, hindranirnar eru deildarmúrar, skortur á teymisvinnu og tregða til breytinga. Með tilliti til þessara niðurstaðna má draga þá ályktun að næstu skref N1 væru að breyta veikleikum fyrirtækjamenningarinnar í styrkleika í því augnamiði að auka markaðshneigð og samkeppnishæfni fyrirtækisins.
  Lykilhugtök: fyrirtækjamenning, Denison spurningalistinn, markaðshneigð

 • Útdráttur er á ensku

  Organizational culture and market orientation are concepts that have been identified as parts of the leading factors in company success. The prerequisite for companies to become market oriented is the willingness of company leaders, interdepartmental coordination and free flow of information without interdepartmental barriers. The focus of this research is illuminating the strengths and weaknesses of the organizational culture of N1 and to see whether there is a difference in the employees’ experience in context with gender, job title and job longevity, as well as how the employees evaluate the company‘s perceived success. An emphasis is also placed on the cultural dimensions that reflect market orientation and evaluate its strength. For further explanation there is also a theoretical overview of concepts such as organizational culture and market orientation. In evaluating N1‘s organizational culture a quantitative research based on Denison Organizational Culture Survey was employed. The research measures organizational culture based on four cultural dimensions; mission, adaptability, involvement and consistency. A special emphasis was placed on the dimension of adaptability for its strong connection to market orientation. The survey was sent to all N1 employees that have email addresses, a 177 employees total, in June 2020. 83 employees answered, with answer ratio of 46.9%. The results indicate that the strength of N1‘s organizational culture lies in the company‘s clear and positive mission for the future. The weaknesses are the interdepartmental hindrances, short term thinking, lack of motivation for cooperation and shared vision, as well as difficulties in employing change. Women grade the company higher than men. It is also of note that those who have been employed at the company for less than six years. Those in expert positions, grade the company lower overall. In measuring performance, N1 employees perceived the company‘s success high. Good knowledge of the competition and the needs of the customers indicate that market orientation is present up to a point, but the hindrances are interdepartmental blocks, lack of teamwork and reluctance to change. Based on those results, N1‘s next logical step would be to change the weaknesses of its organizational culture into strengths, with the goal of increasing the company‘s market orientation and competitiveness.
  Key Concepts: Organizational culture, Denison Organizational Culture Survey, Market Orientation

Samþykkt: 
 • 14.9.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Styrkleikar og veikleikar fyrirtækjamenningar - lokaskil.pdf1.8 MBLokaður til...24.10.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð stafræns eintaks fyrir Skemmuna.jpg237.93 kBLokaðurYfirlýsingJPG

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.