is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37082

Titill: 
  • Hugmyndafræðin sjálfstætt líf: Áherslur og áhrif á starf félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður leitast við að svara spurningunni; hverjir eru helstu áherslupunktar í hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og hvernig hefur hugmyndafræðin haft áhrif á félagsráðgjöf sem starfsstétt.
    Skilningur á fötlun hefur breyst mikið á síðastliðnum áratugum og hafa þessar breytingar orðið til þess að þjónusta til fatlaðs fólks hefur tekið miklum breytingum.Fatlað fólk tók að mótmæla hugmyndum samfélagsins um fötlun sem lituðust sterklega af læknisfræðilega sjónarhorninu. Ríkjandi skilningur á fötlun í dag byggist á félagslegu
    sjónarhornunum, til þeirra rekur rætur sínar hugmyndafræðin um sjálfstætt líf.
    Grundvöllur hennar gengur út á frelsun fatlaðs fólks, að fatlað fólk fái að taka þátt í samfélaginu til jafns við ófatlaða og á mikilvægi þess að rödd fatlaðs fólks heyrist. Félagsráðgjafar eru einn hópur fagfólks sem kemur að þjónustu við fatlað fólk. Samhliða breyttum skilningi á fötlun þá hefur vinna félagsráðgjafa einnig breyst. Vinna félagsráðgjafa er orðin notendamiðaðri, unnið er með hagsmuni þjónustunotenda að leiðarljósi í stað þess að binda þjónustuna við stofnun. Félagsráðgjafar geta verið sterkir bandamenn í áframhaldandi baráttu fatlaðs fólks fyrir bættri þjónustu með sjálfstætt líf að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 16.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín María lokaritgerð - 2020.pdf423.11 kBLokaður til...01.01.2070HeildartextiPDF
Elín maría, yfirlýsing skemmu.pdf265.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF