is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37084

Titill: 
  • Drög að umhverfisstefnu Hampiðjunnar : heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ávinningur af innleiðingu ISO 14001 vottunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrirtæki setja sér umhverfismarkmið að eigin frumkvæði eða vegna þess að markaðurinn kallar eftir því, stjórnvöld sem og almenningur. Til þess að ná settum markmiðum geta fyrirtæki innleitt hjá sér umhverfisstjórnunarkerfi og minnkað þannig umhverfisáhrif sín, en umhverfisstjórnunarkerfi gegna lykilhlutverki þegar fyrirtæki vilja minnka umhverfisáhrif af sínum rekstri á markvissan hátt. Á meðan umhverfisstjórnunarkerfi halda utan um það að fyrirtæki nái settum markmiðum í umhverfismálum, þá eru markmiðin líka hluti af stærri heild, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Íslensk stjórnvöld skrifuðu árið 2015 undir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og á markmiðunum að vera náð fyrir árið 2030. Til þess að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna geti náð þessum markmiðum fyrir árið 2030 er mikilvægt að hvert fyrirtæki og einstaklingar leggi sitt af mörkum til að markmiðunum verði náð. Umhverfismál hafa verið á allra vörum seinustu árin og það færist í aukanna að fólk sé farið að hugsa vandlega um þau áhrif sem daglegar athafnir hafa á náttúruna. Með hertri löggjöf og viðhorfsbreytingum hjá almenningi til umhverfismála hafa fyrirtæki þurft að endurmeta og breyta sinni starfsemi í takt við breytt umhverfissjónarmið. Fyrirtæki hafa brugðist við þessari breyttu heimssýn á umhverfismálum með innleiðingu ISO 14001 staðalsins en innleiðing hans hefur gegnt lykilhlutverki í að fyrirtæki nái settum markmiðum sínum í umhverfismálum.
    Markmið þessa verkefnis er að skoða ávinning þess fyrir Hampiðjuna að koma á fót umhverfisstefnu, og tengja saman innleiðingu umhverfisstefnunnar og hvað hún mun leggja til að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna verði náð. Til þess að ná fram markmiðum þessa BS verkefnis var meðal annars beitt SVÓT greiningu, sem höfundur notaði til þess að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri Hampiðjunnar á sviði umhverfismála sem og á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig stóð höfundur fyrir vinnustofu þar sem lykilstarfsmenn Hampiðjunnar fóru í gegnum SVÓT greiningu á fyrirtækinu á öllum Heimsmarkmiðunum. Við öflun bakgrunnsupplýsinga fyrir verkefnið var rætt við, Hildi Hauksdóttir, sérfræðing í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi ásamt því að sendar voru spurningar í tölvupósti til helstu fyrirtækja innan sjávarútvegsins til þess að spyrjast fyrir um stöðu umhverfisvottana hjá þeim.
    Helstu niðurstöður verkefnisins eru að það er mikill akkur fólginn í því að Hampiðjan innleiði hjá sér sterka umhverfisstefnu sem haldið væri vel utan um og hún reglulega endurskoðuð ásamt því að innleiða skyldi ISO 14001 vottun í framhaldi af því, en þannig myndi fyrirtækið skapa sér sérstöðu á íslenskum og erlendum markaði hvað varðar umhverfismál.
    Lykilorð: Umhverfisstefna, Hampiðjan, veiðarfæri, plast, umhverfisstjórnunarkerfi

  • Útdráttur er á ensku

    Companies set themselves environmental goals on their own initiative, or because the market calls for it as well as governments and the general public. Environmental management systems are one of the solutions to reduce environmental impact, but they play a key role in counteracting pollution because they give companies the needed tools to monitor environmental impacts and where they can be reduced. While environmental management systems focus on companies and their daily actions, many companies are also looking at the United Nations (UN) Sustainability Goals, but the authorities in Iceland have intervened and signed them in 2015 and they must be reached by 2030. In order for UN member states to achieve these goals by 2030 it is important that every company and individual contributes to make it happen. Concerns about the environmental is increasing and nowadays people have begun to think more carefully about the environmental impact that their daily needs and actions cause. With tighter legislation and attitudes of the public towards the environment, companies have had to re-evaluate and change their activities in line with environmental considerations. The ISO 14001 standard has changed the perspective of the environment, but by incorporating it into the company, it has helped companies to reduce their environmental impacts and achieve success in their environmental affairs.
    The aim of this project is to examine the benefits for Hampiðjan in implementing an environmental management system, ISO 14001 standard, and how that can contribute to reaching the UN Sustainability goals. For reaching the goals of the thesis, for example sSWOT analysis was used to analyze the strengths, weaknesses, threats and opportunities of Hampidjan as well as the UN Sustainability Goals. The author held a workshop where Hampidjan's key employees went through the sSWOT analysis of the company on all UN Sustainability Goals. In addition, Hildur Hauksdóttir, an environmental specialist at the Icelandic Fisheries Association was consulted in an interview, and a questionnaire was sent via e-mail to major companies within the fisheries sector to inquire about the status of their environmental certifications.
    The main conclusions are that Hampidjan would benefit by implementing a strong and well-maintained environmental management system, which is regularly reviewed, and the ISO 14001 certification should be implemented as a final step. That would position Hampiðjan as a key player on both the local and also international markets when it comes to having an outstanding environmental profile.
    Keywords: Environmental policy, Hampidjan, fishing gear, plastic, environmental management system

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 22.04.2022.
Samþykkt: 
  • 17.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga-Björg-Loftsdóttir-BS-Lokaverkefni-2020.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna