Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37085
Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um hindranir sem Japanir standa frammi fyrir vegna fyrirsjáanlegrar fólksfækkunar og áhrif þess á fiskneyslu og sjávarútveg Japans ásamt mögulegum tækifærum.
Fólksfjöldi heimsins eykst og er búist við að sú aukning muni halda áfram næstu áratuga og þar af leiðandi eykst eftirspurn matar um allan heim. Japan er að upplifa það gagnstæða. Japönum hefur farið fækkandi undanfarin ár og er talið að sú þróun muni halda áfram í framtíðinni. Neysla og framleiðsla sjávarafurða í Japan hefur dregist saman á undanförnum árum, öfugt við erlenda markaði. Undanfarin ár hefur dregið úr neyslu sjávarfangs í Japan en aukið neyslu á kjöti og í dag neyta Japanir í fyrsta sinn að meðaltali meira magns af kjöti en fiski. Japönsk stjórnvöld standa frammi fyrir þeim mikla vanda hvernig eigi að viðhalda frumgreinum eins og sjávarútvegi þegar íbúum fer fækkandi og eftirspurn sjávarfangs minkar. Flóðbylgjan sem skall á Japan 2011 og kjarnorkuslysið í Fukushima sem fylgdi í kjölfarið olli miklum usla í sjávarútvegi Japans. Þessir þættir höfðu veruleg áhrif og drógu úr eftirspurn á japönskusjávarfangi bæði innanlands sem og erlendis.
Eitt af því sem Japanir geta gert er að koma á fót kerfi til að reyna að ná stöðuleika í framleiðslu og neyslu innanlands. Það myndi skapa störf og vera til hagsbóta fyrir allt samfélagið. Tvær leiðir eru færar, annars vegar með því að reyna að auka neyslu innanlands og hins vegar með því að reyna að markaðssetja sjávarfang á erlendum mörkuðum og auka útflutning. Hægt er að auka neyslu innanlands með því að gera fisk og sjávarfang meira aðlaðandi og aðgengilegra fyrir neytendur. Hægt er að auka útflutning með því að leita að nýjum mörkuðum og stækka þá sem fyrir eru t.d. með auglýsingaherferð. Ein að afleyðingum kjarnorkuslysins í Fukushima er ótti neytanda innanlands og erlendis á Japönskum fiskafurðum og þar á Japan mikið verk fyrir höndum.
Lykilorð: Japan, fiskneysla, kjötneysla, fólksfækkun, fisk innflutningur, fisk útflutningur, fiskmarkaður Japans, breytingar á mataræði.
The objective of this paper is to discuss some of the obstacles Japan faces regarding population decrease and its effects on fish consumption and the fishing industry in Japan, along with possible opportunities.
The global population is increasing and is expected to keep rising in the coming decades, along with the worldwide demand for food. Japan is experiencing the opposite. The population of Japan is decreasing and is expected to continue to decline in the future. In contrast to global
markets, consumption and production of seafood in Japan has decreased in recent years. In recent years, the Japanese are becoming less familiar with fish and becoming more familiar with meat. Present-day Japanese are for the first time eating more meat on average, than fish. Japan’s biggest market for seafood is Japan itself, indicating a strong dependence on a declining domestic demand. The Japanese government faces the challenge on how to maintain primary industries such as fisheries with decreasing demand and population. The tsunami that struck Japan in 2011 and the following nuclear incident in Fukushima devastated all aspects of Japans fishing industry. It had a significant effect on Japanese export and created a fear of Japanese seafood internationally as well as domestically. Japans best course of action is to put in place systems to try to achieve production stability within the country to enable Japanese citizens to keep their jobs and maintain their communities. This can be done either by trying to increase domestic consumption or exploring further export. Domestic consumption can be increased by making fish more appealing to modern consumers. Export can be increased by exploring new markets or by expanding those already existing. Due to the aftermath of the Fukushima nuclear meltdown Japan might have to work even harder to prove their seafood products as safe and of higher quality in the global markets.
Key words: Japan, fish consumption, meat consumption, population decrease, fish import, fish export, Japanese fish market, dietary changes
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Japan Changes in consumption and sales of seafood products.pdf | 443,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |