Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37092
Verkefnið snýr að hönnun lausnar til að mæla hita hvers fiskstykkis á færibandi við 0°C.
Verkið er unnið í samstarfi við Samey ehf. Hitastig fisks er mikilvægur þáttur í gæðaeftirliti
þar sem aukið geymsluþol fiskafurða ræðst af réttu hitastigi sem eykur verðmæti fisksins. Það er því tækifæri að sjálfvirknivæða þennan hluta gæðaeftirlits með sjálfvirkri hitamælingu.
Í verkefninu verður áhersla lögð á að skoða innrauðan hitanema til að mæla hitann og
stikkprufumælir notaður til samanburðar. Niðurstöður frumgerðar leiða í ljós að hægt er að
mæla hita fisks á færibandi með frávikum sem nema 1.5°C þegar færibandið er í gangi, en
0.3°C þegar það er stöðvað. Þá var staðalfrávik einnig lítið eða fyrir neðan 0.5°C. Þá kom
einnig í ljós að neminn greinir mun á milli fiskbita þar sem hitamunur er 1°C eða meiri, því
má áætla að innrauður hitanemi gæti vel komið að gagni við gæðamat á fiski.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSC_EGILL_2020.pdf | 46.23 MB | Lokaður til...02.09.2025 | Heildartexti | ||
egillbeidni.pdf | 400.17 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |
Athugsemd: Skráarlokun vegna hagsmuna fyrirtækis.