Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37094
Þessi ritgerð er byggð á eigindlegri rannsókn sem fjallar um átta eldri borgara sem misst hafa sjón, reynslu þeirra af því ferli og lífið eftir sjónmissi. Flestir þátttakendur misstu sjón á efri árum en tveir höfðu lengri reynslu af sjónskerðingu eða blindu. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og upplifun eldri borgara af því að missa sjón, hvað hjálpaði þeim við að laga sig að nýjum veruleika og hvaða þjónusta og aðstoð hefur nýst þeim best. Í því samhengi var lögð áhersla á að skoða tengsl þess stuðnings sem þeir fengu og þess hversu upplýstir þeir voru um réttindi sín. Tekin voru viðtöl við þátttakendur sem allir voru notendur Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Vinnulag grundaðrar kenningar var notað við úrvinnslu gagna.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að sjónmissir er erfitt ferli fyrir fólk og kallar á breytingar í lífi þess og umhverfi. Flestir þátttakenda vildu sætta sig við sjónskerðinguna og nýttu ýmsar leiðir til þess að lifa áfram sjálfstæðu lífi svo sem sjónhjálpartæki, aðstoð frá félagslega kerfinu og að vera félagslega virkir. Flestir lögðu áherslu á að halda sjálfstæði sínu en á ólíkan hátt. Sumir vildu gera sem mest sjálfir og þiggja sem minnsta aðstoð meðan aðrir vildu fá meiri aðstoð til að geta lifað innihaldsríku lífi. Niðurstöðurnar eru í takt við það sem hefur komið fram í erlendum rannsóknum meðal eldri borgara sem eru blindir eða sjónskertir.
This thesis is based on a qualitative study of eight senior citizens who have lost their sight, their experience of that process and their life after vision loss. Most participants lost sight in their senior years but two had longer experiences of being blind or visually impaired. The aim of the study was to highlight the experience of senior citizens losing their sight, what helped them adapt to a new reality and what services and assistance have been most useful to them. In this context, the focus was on exploring the relationship between the support the participants received and how informed they were about their rights. Interviews were conducted with participants who were all users of National Institute for the blind, visually impaired, and deafblind. A grounded theory approach was applied to categorize the data.
The main findings of the study show that vision loss is a difficult process for people that demands changes in their lives and environment. Most participants wanted to come to terms with their visual impairment and used various tools to live an independent life, such as vision aids, assistance from the social system and being socially active. Most emphasized their independence but in different ways. Some wanted to do as much as possible by themselves and receive as little assistance as possible while others wanted more assistance to live a more fulfilling life. The findings are in line with those of foreign studies among senior citizens who are blind or visually impaired.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð í fötlunarfræðum - Steinunn Þ. Sævarsd.pdf | 1,18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
SÞS skemman.pdf | 433,81 kB | Lokaður | Yfirlýsing |