is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37098

Titill: 
  • Titill er á ensku Association between sexual harassment or violence in the work or school environment and signs of burnout among women in Iceland
  • Tengsl kynferðisáreitnis eða ofbeldis í vinnu eða í skóla við merki um kulnun meðal kvenna á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Background: Prior studies have indicated that sexual harassment and violence in the workplace and at school can have a traumatic effect and may lead to burnout. Signs of burnout are for example experiencing exhaustion and frequent long-term sick absences from work. This cross-sectional study aimed to explore the association between sexual harassment or violence in the current work- or school environment and signs of burnout among women in Iceland. Methods: The participants in this study were 12022 women with a mean age of 46 years (standard deviation 15 years), who participated in the SAGA cohort in 2018. The SAGA study is population-based and had exclusively women who speak Icelandic and were at the age of 18 or older. In the study, participants answered an electronic questionnaire. Two questions in the SAGA cohort were used for signs of burnout, the first was if participants experienced exhaustion in the past seven days and the second how often they had in the past 12 months taken a long-term sickness absence, for 15 days or longer. One question was used to assess the exposure and asked whether the participants have experienced sexual harassment or violence in their workplace or school environment. Results: In the present study, 10% of the participants reported sexual harassment or violence in their current workplace or school environment. Experiencing sexual harassment or violence in the current workplace or school environment was associated with experiencing exhaustion in the past 7 days (OR=1.44; 95% CI: 1.21-1.72) compared with not experiencing sexual harassment or violence. Experiencing sexual harassment or violence in the current workplace or school environment was also associated with frequent long-term sick absence, twice or more in the past 12 months, compared with not experiencing sexual harassment or violence (OR=1.62; 95% CI: 1.03-2.56). Conclusion: One in every ten women reported experiencing sexual harassment or violence in their current workplace or school environment. The present study found an association between having experienced sexual harassment or violence in current workplace or school environment and signs of burnout. These results highlight the importance that employers implement effective measures to prevent sexual harassment and violence in workplaces and school environments.

  • Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa sýnt að kynferðisáreitni og kynferðisofbeldi í vinnu og skóla geti valdið ýmsum neikvæðum sálrænum áhrifum og jafnvel haft í för með sér kulnun. Merki um kulnun eru meðal annars mikil þreyta og langvarandi veikindaleyfi. Markmið þessarar þversniðsrannsóknar var að skoða tengsl á milli þess að upplifa kynferðislega áreitni eða ofbeldi í núverandi vinnu eða í skóla og einkenni kulnunar meðal kvenna á Íslandi. Aðferð: Þátttakendur í þessari rannsókn voru 12022 konur og var meðalaldur þeirra 46 ár (staðalfrávik 15 ár). Þessir þátttakendur voru hluti af rannsókninni Áfallasaga kvenna sem hófst árið 2018. Rannsóknin var lýðgrunduð og tók til allra íslenskumælandi kvenna sem voru 18 ára og eldri. Í rannsókninni var spurningalisti sem þátttakendur svöruðu í gegnum netið. Tvær spurningar voru notaðar til að meta einkenni kulnunar, annars vegar hvort þær upplifðu sig úrvinda síðustu sjö daga og hins vegar hversu oft þær tóku langt veikindaleyfi í að minnsta kosti 15 daga á síðustu 12 mánuðum. Ein spurning var notuð til að meta útsetningu rannsóknarinnar og spurt var hvort þær hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í starfs- eða námsumhverfi sínu. Niðurstöður: Í þessari rannsókn sögðust 10% þátttakenda hafa orðið fyrir kynferðislegu áreitni eða ofbeldi í núverandi starfs- eða námsumhverfinu sínu. Marktækt samband sást á milli þess að upplifa kynferðislega áreitni eða ofbeldi í núverandi starfs- eða skólaumhverfi og þess að upplifa sig úrvinda síðustu 7 daga (OR = 1.44; 95% CI: 1.21-1.72) borið saman við konur sem sögðust ekki hafa orðið fyirir kynferðislegu áreitni eða ofbeldi. Einnig sást marktækt samband milli þess að upplifa kynferðislega áreitni eða ofbeldi í núverandi starfs- eða skólaumhverfi og að taka langt veikindaleyfi, tvisvar eða oftar á síðustu 12 mánuðum, samanborið við þær sem ekki voru áreittar kynferðislega eða beittar kynferðisofbeldi (OR = 1.62; 95% CI: 1.03-2.56). Ályktun: Ein af hverjum tíu konum sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegu áreitni eða kynferðisofbeldi á núverandi vinnustað eða skólaumhverfi. Þessi rannsókn sýndi fram á tengsl milli frásagna af kynferðislegu áreitni og ofbeldi á vinnustað og einkenni kulnunar. Niðurstöðurnar benda til að mikilvægt sé að stjórnendur geri ráðstafanir til að reyna að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og í skóla.

Samþykkt: 
  • 25.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPH-Gylfi Hvannberg.pdf490,41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð vekefnisins.jpeg508,75 kBLokaðurYfirlýsingJPG