is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37100

Titill: 
  • Tófa, minkur og fólkið í sveitinni: Viðhorf íbúa í dreifbýli gagnvart rándýrum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með aukinni þekkingu á sambandi manna og villtra dýra er hægt að stuðla að bættri sambúð manna við umhverfi sitt í heild sinni. Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn á viðhorfum fólks í sveitum gagnvart tveimur rándýrum á Íslandi, tófu og mink. Annað þessara dýra, tófan, kom hingað á undan manninum og nær sambúðin því aftur til landnáms. Minkurinn var aftur á móti fluttur til landsins í atvinnuskyni á 20. öld en slapp fljótlega úr haldi og hefur heldur betur náð að hasla sér völl. Misjafnt orðspor fer af báðum þessum rándýrum og sveitarfélög greiða fyrir veiðar á þeim. Tekin voru viðtöl við íbúa í sveitum Skagafjarðar, bæði bændur og veiðimenn, vegna rannsóknarinnar. Niðurstöður benda til þess að viðhorf til þessara dýra séu langt í frá einföld. Ótvíræður munur var á viðhorfum viðmælenda gagnvart tófu annars vegar og mink hins vegar, en þó einnig nokkur líkindi. Fjölmargir mismunandi samfélagslegir, menningarlegir og persónulegir þættir hafa áhrif á það hvernig fólk upplifir dýrin, eiginleika þeirra og eðli. Margir viðmælendur virtust eiga í ákveðinni innri togstreitu, þar sem sjónarmið um verndun eigin bústofns og viss samkennd með rándýrunum takast á. Ljóst er að uppruni dýranna hefur mikil áhrif á það hvernig viðhorf fólk tileinkar sér, en ekki síður eiginleikar dýranna, útlit og atferli. Þar að auki varpaði rannsóknin ljósi á ákveðna ytri togstreitu, sem birtist í gremju dreifbýlisbúa gagnvart afskiptasemi og meintu skilningsleysi þeirra sem búa í þéttbýli á aðstæðum í sveitum.

  • Útdráttur er á ensku

    Increased knowledge of the relationship between humans and wild animals can contribute to a more harmonious connection between humans and their environments. This thesis presents a qualitative study of the attitudes of people living in a rural area in Iceland towards two predators, the Arctic fox and the American mink. The Arctic fox is a species that arrived on its own accord, long before humans. It has therefore coexisted with the nation from the start of human settlement. The mink, on the other hand, was imported to Iceland for commercial purposes in the 20th century. Some animals soon escaped from human custody and a feral mink population got firmly established. People have very mixed opinions and experiences of these predators, and municipal authorities organize hunting of both species.
    Rural inhabitants in the region of Skagafjörður, including both hunters and farmers, were interviewed for the study. The findings indicate that the attitudes towards these animals are quite complex. Distinct differences were evident between the attitudes towards the fox on one hand and mink on the other, but also some similarities. Various social, cultural and personal factors influence how people view animals and come to value their characteristics and nature. Several interviewees seemed to be struggling with different value sets within themselves, such as the need to protect one’s livestock while experiencing empathy towards the predators. The fact that one animal is native to the country and the other is an introduced species is vital in the development of attitudes, but also the characteristics of the animals, their appearance and behavior. In addition, the study revealed a certain external tension, which manifests itself in the resentment by rural residents toward the perceived meddling of townspeople in rural affairs and their alleged lack of understanding of rural conditions.

Samþykkt: 
  • 28.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tófa, minkur og fólkið í sveitinni - Þórhildur Halla Jónsdóttir, meistararitgerð.pdf2,02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir meistararitgerð, Þórhildur Halla Jónsdóttir.pdf128,79 kBLokaðurYfirlýsingPDF