Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37104
Umferðarslys og umferðaróhöpp eru samfélagslega kostnaðarsöm atvik, bæði fjárhagslega og frá velferðarsjónarmiði. Veðurskilyrði eru mikilvægur áhrifaþáttur á umferðaröryggi. Áhrifin eru breytileg eftir formi veðurskilyrðanna. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum veðurfars á umferðaröryggi erlendis, en fáar hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif veðurskilyrða á fjölda og dreifingu umferðaróhappa á Höfuðborgarsvæðinu. Beitt var megindlegum aðferðum sem byggðust á tölfræðigreiningu á tíðni óhappa og slysa og sambandi þeirra við veðuraðstæður yfir afmarkað rannsóknartímabil, auk þess voru kort gerð til að lýsa dreifingu atvikanna undir mismunandi veðurskilyrðum. Niðurstöður bentu til þess að veðurskilyrði hafi marktæk áhrif á fjölda umferðarslysa og -óhappa um helgar að degi til. Engin tölfræðilega marktæk áhrif veðurskilyrða á fjölda umferðarslysa- og óhappa fundust á virkum dögum og um nætur. Tölfræðilega marktækur munur fannst á dreifingu umferðarslysa og -óhappa í hálkuskilyrðum og dreifingu þeirra í öðrum akstursskilyrðum. Hlutfallslega fleiri óhöpp eiga sér stað utan stofnbrauta í hálku heldur en á stofnbrautum. Niðurstöður eru ræddar í fræðilegu samhengi og tillögur að frekari rannsóknum eru lagðar fram.
Road traffic accidents are costly events for societies in terms of financial losses and human welfare. Weather conditions are an important factor in road safety. The effects of weather conditions on road safety are variable depending on their exact form. Numerous studies have been conducted on the effects of weather conditions on road safety outside Iceland, but the Icelandic literature is relatively sparse. The goal of this study was to investigate the effects of various weather conditions on the number and distribution of traffic accidents in the capital area of Iceland. Quantitative methods were applied to investigate the effects of weather conditions on the number of traffic accidents during the study period. In addition, the spatial distribution of traffic accidents within the capital area during different weather conditions was analysed with the use of quantitative analysis and visual analysis of geographic information. The results of the study suggest that a statistically significant elevated risk of road traffic accidents exists in the daytime hours of weekend days during slippery weather conditions. No statistically significant effect of weather conditions on road traffic accidents was found during the daytime hours of workdays or during the nighttime hours during the whole study period. A statistically significant decrease in the number of road traffic accidents on arterial roads relative to other roads was discovered in slippery weather conditions compared to wet or dry conditions. The results are discussed and contrasted with the results of previous literature on the subject and suggestions for further studies are put forth.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Veðurskilyrði og umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu.pdf | 724,65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 98,02 kB | Lokaður | Yfirlýsing |