en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37118

Title: 
 • Adapting diabetes risk scores to an Icelandic population
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Type 2 diabetes is considered one of the biggest global health crises of the coming years. Although it is preventable, the efficacy of preventative treatment and medical intervention increases when it is possible to identify those who are at risk in a timely manner. Two models commonly used to predict the risk of type 2 diabetes are the FINDRISK model from Finland and model based on the Framingham Heart Study from the United States. The benefit of using international risk calculators is that the models are relatively easy to use and have been validated with a variety of different data.
  The goal of this thesis was to assess how well these two risk prediction models could be adapted to Icelandic data to predict risk of type 2 diabetes. The Icelandic data used was taken from two population-based studies from the Icelandic Heart Association: the AGES-Reykjavik Study and the REFINE Reykjavik Study. Both studies had a follow-up period of five years and provided an opportunity to assess the incidence of type 2 diabetes. In this thesis, that data was used to create risk models using the same methods (logistic regression) and risk factors. Risk was calculated for those individuals who were deemed not to have type 2 diabetes at the initial visit, then the models were assessed on how well they classified those who developed it within five years and those who did not, in addition to the quality of fit and how the models were calibrated in relation to the incidence of the disease. Finally, the clinical usefulness of the models, i.e. how well they perform as tools to predict risk, was calculated, and those results were then compared to the results of the FINDRISK and Framingham models.
  The comparison of the models with Icelandic data, to the original models, showed that the influence of risk factors and discriminative ability was similar between countries and data sets. The FINDRISK model is simpler to use and uses more readily available information i.e. answers to a questionnaire, compared to the Framingham model which requires a fasting blood sample. Predictive power was determined with the Area Under the Receiver Operating Characteristics (AUROC) curve, and it was found that both models had relatively strong predictive power, especially the Framingham model at 0.87, compared to the 0.84 for the FINDRISK. Both models were well-calibrated and gave an accurate estimate of the rate of incidence of type 2 diabetes.
  This study shows and concludes that both of the major risk calculators translate well with Icelandic data and could be used in domestic health assessments as accurate risk prediction tools for type 2 diabetes.

 • Abstract is in Icelandic

  Sykursýki af tegund 2 er talin vera eitt stærsta alþjóðlega heilsuvandamál næstu ára. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir sjúkdóminn er árangur fyrirbyggjandi meðferðar og læknisfræðilegrar íhlutunar markvissari ef hægt er bera kennsl á þá tímanlega sem eru í áhættu á að þróa með sér sykursýki. Tvö líkön eru mikið notuð til að spá fyrir um áhættu á sykursýki af tegund 2. Annars vegar líkanið FINDRISK frá Finnlandi og hins vegar líkan byggt á gögnum úr Framingham rannsókninni í Bandaríkjunum.
  Markmið þessarar rannsóknar var að meta hversu vel þessi tvö líkön yfirfærast á íslenskt þýði til að spá fyrir um áhættu sykursýki af tegund 2. Hóprannsóknir Hjartaverndar á almennu þýði voru notaðar til að svara þessari spurningu. Annars vegar voru notuð gögn úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES-Reykjavik Study)og hins vegar úr síðustu áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (REFINE). Í báðum rannsóknum var endurkoma eftir 5 ár og þar tækifæri til að meta nýgengi sykursýki.
  Reiknuð var áhætta hjá þeim sem voru án sykursýki í fyrri komu. Síðan var metið hversu vel áhættumatið greindi á milli þeirra sem fengu sykursýki og þeirra sem fengu ekki sykursýki innan 5 ára. Eins var lagt mat á mátgæði og hversu vel áhættumatið var kvarðað miðað við tíðni nýgreiningar á sykursýki. Að lokum var lagt mat á gagnsemi líkanana sem tækis til að greina sykursýki. Gögn hóprannsóknanna voru líka notuð til að búa til áhættulíkönin með sömu aðferðafræði (lógístísrki aðhvarfsgreiningu) og áhættuþáttum frá grunni með íslenskum gögnum og bera saman við niðurstöður úr FINDRISK og Framingham.
  Greiningarhæfni var metin með flatarmáli undir greiningargrafinu og var góð fyrir bæði líkön. Þó betri fyrir Framingham líkanið eða 0.87 miðað við 0.84 fyrir FINDRISK. Líkönin voru vel kvörðuð þannig að þau gáfu gott mat á tíðni nýgreindrar sykursýki. Bæði líkön sýndu gagnsemi við greiningu á sykursýki af tegund 2. Niðurstöður sömu líkanagerðar á íslenskum gögnum sýndi að forspá áhættuþátta og greiningarhæfni var mjög svipuð milli landa.
  FINDRSIK er einfaldari í notkun og byggist á spurningalistasvörum en Framinham reiknirinn krefst fastandi blóðsýnis. Niðurstöðurnar sýna að greiningarhæfni Findrisc telst mjög góð en Framingham enn betri. Reiknarnir eru báðir yfirfæranlegir á íslenskt þýði og gætu verið notaðir í heilsugæslu til greiningar á áhættu á sykursýki. Kosturinn við að geta nýtt alþjóðlega reikna er að líkönin eru þegar í notkun og hafa verið sannreynd víða. Samanburður milli landa verður auðveldari og áhættumat á Íslandi verður sambærilegt við áhættumat í Evrópu og Bandaríkjunum.

Accepted: 
 • Oct 1, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37118


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ritgerd_final.pdf1.87 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skjal-undirritad.pdf421.59 kBLockedDeclaration of AccessPDF