is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37120

Titill: 
  • Stjórn á tjáningu cystatín C gens og brjóstakrabbamein
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Cystatín C er hluti af cystatín stórfjölskyldunni sem eru cystein próteinasa hemlar. Próteinið er um 120 amínósýrur og gen þess (CST3) er staðsett á litningi 20p11.2. Cystatín C fyrirfinnst í öllum vefjum og öllum helstu utanfrumuvökvum og hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á cystatín C í hinum ýmsu sjúkdómum. Cystatín C er sterkasti hemill cathepsins B en það hefur verið tengt ífarandi vexti krabbameina, próteinið truflar einnig boðleiðir TGF-β (Transforming Growth Factor β) sem hefur bæði æxlishemjandi og hvetjandi virkni í brjóstakrabbameini. Brjóstakrabbamein er algengasta tegund krabbameina sem greint er hjá íslenskum konum og hjá konum á heimsvísu. Estrógen spilar stórt hlutverk í þróun og framvindu brjóstakrabbameina þar sem þau eru hormónaháð krabbamein. Um 70% brjóstaæxla tjá estrógen viðtakann (ER) og/eða prógestrón viðtakann (PR). Í mörgum tegundum krabbameina eru cystatín E/M epigenískt þögguð í gegnum DNA metýlunarháða ferla, sem gætu átt þátt í minnkaðri tjáningu genanna og próteinvirkni í framvindu æxla. Ekkert hefur verið birt um epigeníska stjórn á tjáningu CST3 og tiltölulega lítið er vitað um stjórn og tjáningu þess. Óbirtar rannsóknir hafa sýnt fram á tilvist ákveðinna CpG metýlunarseta í stýrisvæði CST3 og forathugun á fylgni metýlunar og tjáningu gensins benti til mismunandi mikilvægi einstakra CpG seta. Einnig benda niðurstöður til þess að ER viðtakinn hafi eitthvað með tjáningu gensins að gera, nánari skoðun er því þörf þar sem ER staða æxlis er mikilvægasti þátturinn þegar kemur að því að taka ákvörðun um meðferð sjúklinga sem greinast með brjóstakrabbamein.
    Markmið þessarar rannsóknar var að greina metýlun á stýrisvæði CST3 í brjóstaæxlissýnum, kortleggja hana og stiga. Annað markmið var að rannsaka hvort samband væri á milli metýlunar stýrisvæðis og tjáningu gensins og einnig hvort munur væri á milli mismunandi gerða brjóstakrabbameina hvað þetta varðar. RNA úr brjóstakrabbameinum var notað til að mæla á semikvantitatífan hátt með rauntíma fjölliðunarhvarfi (RT-qPCR) tjáningu CST3. Niðurstöðurnar voru bornar saman við CST3 mRNA niðurstöður úr örflögumælingu (GEx). DNA einangrað frá sömu sýnum var meðhöndlað með bísúlfati og rafdregið svo hægt væri að greina metýlun á völdum metýlunarsetum í stýrisvæði CST3. Borin var saman tjáning CST3 og DNA metýlun í stýrisvæði í brjóstaæxlum, sem voru annað hvort ER jákvæð eða neikvæð. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu ekki fram á fylgni milli tjáningar mældri með RT-qPCR og örflögu og eins var engin fylgni milli metýlunar og CST3 mRNA tjáningar mældri með RT-qPCR. Mismikil metýlun er á völdum metýlunarsetum í stýrisvæði CST3 og hjá tveim þeirra sást tölfræðilega marktæk fylgni milli metýlunar og tjáningar gensins mældri með GEx þegar brjóstaæxli voru ER jákvæð.

Samþykkt: 
  • 1.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stjórn á tjáningu cystatín C gens og brjóstakrabbamein.pdf2.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf172.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF