is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37122

Titill: 
 • Réttmætisathugun á Málfærni eldri leikskólabarna (MELB): Samanburður við Íslenska þroskalistann
 • Titill er á ensku A study of the validity of the MELB language development test: Comparision with the Preschool Child Development Inventory (Íslenski þroskalistinn)
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Á Íslandi er mikil skortur á málþroskaprófum sem byggja á íslenskum rannsóknum og búa yfir viðunandi próffræðilegum eiginleikum til þess að meta málþroska barna á leikskólaaldri. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga réttmæti málþroskaprófsins Málfærni eldri leikskólabarna (MELB). Það er skoðað með því að kanna samræmi milli MELB og Íslenska þroskalistans. Þessi rannsókn er liður í þróun og útgáfu prófsins, en því er ætlað að bæta úr þeirri þörf sem hefur skapast fyrir íslensk málþroskapróf sem ætluð eru eldri leikskólabörnum.
  Aðferð: Málþroskaprófið MELB var lagt fyrir 55 börn á aldrinum 4;1-5;2 í fjórum leikskólum á höfðuborgarsvæðinu. Af þeim hópi var Íslenski þroskalistinn var lagður fyrir 50 börn. Skilyrði fyrir þátttöku voru að börnin væru hvorki tvítyngd né með greindar þroskaraskanir og einnig var æskilegt að þau væru eðlilega heyrandi. Í þessari rannsókn var kannað samræmi á milli matstækja með því að reikna hlutfylgni á milli a) Málhluta Íslenska þroskalistans og heildarskors á MELB, b) Hreyfihluta Íslenska þroskalistans og heildarskors á MELB, c) prófþáttarins Tal á Íslenska þroskalistanum og þeirra þátta sem falla undir máltjáningu á MELB og d) prófþáttarins Hlustun á Íslenska þroskalistanum og þeirra þátta sem falla undir málskilning á MELB.
  Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru þær að fylgni heildarskora á MELB við Málhluta ÍÞ var r=0,57 sem er marktækt miðað við p<0,01. Fylgni heildarskora á MELB við Hreyfihluta ÍÞ var r=0,07 sem er ómarktækt miðað við p<0,05. Fylgni á milli máltjáningar á MELB við prófþáttarinn Tal á ÍÞ var r=0,62 sem telst meðalhá og er marktæk miðað við marktektarmörkin p<0,01. Fylgni á milli málskilnings á MELB við prófþáttinn Hlustun var nokkuð lág (r=0,37) en marktæk miðað við p<0,05.
  Umræða: Þessar niðurstöður benda til þess að hugsmíðaréttmæti MELB sé viðunandi þar sem vísbending er um samleitnis- og aðgreiningarréttmæti. Þar með er hægt að segja að niðurstöður rannsóknar styðji hugsmíðaréttmæti prófsins og út frá því má álykta að MELB mæli það sem prófinu er ætla að mæla, þ.e. málþroska bara. Þá má leiða líkur að því að málþroskaprófið MELB teljist einnig réttmætt próf til þess að meta málþroska barna á þeim aldri sem var til athugunar í rannsókninni. Það styrkir enn frekar áreiðanleika og réttmæti MELB.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: In Iceland there is a lack of language developmental assessment tests with adequate psychometric properties based for Icelandic speaking children. The aim of this study was to investigate the validity of a new Icelandic language test Málfærni eldri leikskólabarna (The Language Ability of Older Preschool Children, or MELB) by comparing its results to the results of Íslenski þroskalistinn (The Preschool Child Development Inventory, or ÍÞ).
  Method: 55 children particapated in the study at the age of 4;1-5;2 years in four different preschools in the capital region. To participate the children had to be monolingual Icelandic speaking with normal hearing and language development, as reported by parents. A total of 35 lists of ÍÞ were collected from parents. Partial correlation was calculated between the language development part of ÍÞ and the total score on MELB as well as between the motor development part of ÍÞ and the total score on MELB. In addition, partial correlation was calculated between subtest “Speech” (Tal) on ÍÞ and the subtests that measure expressive language on MELB; also between the subtest “Listening” (Hlustun) on ÍÞ and the subtests that measure language comprehension on MELB.
  Results: The results show that significant correlation was found between MELB and language development (Málhluta) on ÍÞ, r=0,57, while correlation with motor development on ÍÞ was weak and nonsignificant, r=0,07. Correlation between the expressive language section of MELB and subtest Speech (Tal) on ÍÞ was significant, r=0,64. Furthermore, a low but significant correlation was found between the langage comprehension section of MELB and the subtest Listening (Hlustun) on ÍÞ, r=0,37.
  Conclusions: These results indicate that the construct validity of the test is acceptable as there is evidence of convergence and discriminant validity. From these results we can conclude that MELB measures what it is intended to measure and therefore it may be considered a valid test to assess children's language development for children from the age of 4;3-5;2;31 years. It further strengthens the reliability and validity of MELB.

Samþykkt: 
 • 2.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð. Helena Kjartansdóttir 2020. .pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnisins.pdf156.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF