is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37125

Titill: 
  • Gluggi inn í reynslu annarra : persónuleg myndræn frásögn sem útgangspunktur fyrir samtal
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útgangspunktur þessarar listrannsóknar er bókin Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftirá? Í henni fjalla ég um reynslu mína af því að missa tökin á raunveruleikanum og fara í geðrof. Ég nota til þess samspil teikninga og texta. Þessa frásögn hef ég gefið út, að hluta til á bloggsíðu og í nýútkominni bók. Markmið þessarar rannsóknar er að miðla minni eigin reynslu á listrænan máta og að kanna hvernig hún geti hjálpað öðrum og virkað sem útgangspunktur fyrir samtal. Í fræðikafla rannsóknarinnar skilgreini ég bókina sem persónulega myndræna frásögn og leita til fræðilegra skrifa um nútímateikningu og sjálfsævisögulegar teiknimyndasögur. Ég greini frá ólíkum gerðum sjúkrafrásagna og ber mína frásögn við aðrar sjálfsævisögur um sama efni. Út frá hugmyndum um líkamnaða merkingarsköpun skoða ég hvernig við getum notað myndhverfingar til þess að setja okkur í spor annarra og fá innsýn inn í þeirra reynslu. Til þess að fá hugmynd um hvernig Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftirá? gæti hjálpað öðrum fékk ég 7 einstaklinga til þess að lesa bókina og í framhaldi áttum við samtal sem niðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á. Við úrvinnslu gagnanna lagði ég mikla áherslu á frásögnina og reyndi að gera mitt besta til þess að lesandinn nái að mynda tengsl við það sem fjallað er um, að hún hafi áhrif á hann og að hægt sé að sökkva sér í lesninguna. Birtingarmynd geðrofs er ekki klippt og skorin. Það er hægt að horfa á það frá ótal sjónarhornum, hvort sem það birtist okkur sem eigin reynsla á meðan við upplifum það eða eftirá sem minningar. Geðrof er ekki eitthvað eitt og það er mikilvægt að skilja að birtingarmynd þess verður ekki steypt í mót. Með því að veita innsýn inn í reynsluna er hægt að gera umfjöllunarefnið minna ósýnilegt.

  • Útdráttur er á ensku

    The starting point of this arts-based research project is a book I wrote titled "Did I notice it then, or did I notice it afterwards?" It is an interplay of written word and drawings about my experience of psychosis. In this research, I will share my personal story and inquire into the possibilities of it helping others and functioning as a starting point for conversation. I look into theories about contemporary drawing and autobiographical comics to define the book as a personal pictorial narrative. I describe different types of illness narratives and compare my story to other autobiographies about the topic of psychosis and bipolar disorder. I use the concept of embodied meaning to look into how we can use metaphors to put us in each other's shoes and gain insight into different experiences. To get closer to the idea of how "Did I notice it then, or did I notice it afterwards?" will be able to help others I got seven individuals to read the book and then have a conversation with me. Those conversations are the building blocks of the findings. When processing the source material, my emphasis was on the narrative. I tried my best to make the reader able to connect and engage with the story being told.“. The manifestation of psychosis is not straightforward. It can be seen from a variety of perspectives, whether or not it appears to us as a private experience while it is happening or afterwards as memories. Psychosis is not some single thing, and it is essential to understand that its countenance will not be restricted to one side. If we give others insight into our experience, we can make the topic less invisible.

Samþykkt: 
  • 2.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hallabirgisdottir_maritgerd_skemma.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna