is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (MA, M.Mus., M.Mus.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37126

Titill: 
 • „Aldrei of seint" : viðhorf píanókennara og fullorðinna byrjenda til náms í píanóleik
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf píanókennara og fullorðinna byrjenda til náms þeirra síðarnefndu í píanóleik. Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og með hækkandi lífaldri og væntingum um betra og innihaldsríkara líf eldra fólks gæti verið kostur að tónlistin og hljóðfæranám fullorðinna fái aukinn sess. Það er mikilvægt fyrir þróun tónlistarkennslu til framtíðar að gera sér grein fyrir væntingum fullorðinna nemenda og hvort og þá hvernig tónlistarkennarar eru tilbúnir að mæta þeim væntingum.
  Í rannsókninni er kannað bæði viðhorf píanókennara til fullorðinna byrjenda í píanóleik sem og viðhorf hinna síðarnefndu til námsins og spurt um framkvæmd, viðmið og væntingar þeirra til kennslunnar. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði og er rannsóknarsniðið viðtalsrannsókn. Þátttakendur voru valdir með markmiðsúrtaki/ tilgangsúrtaki. Gögnunum var safnað með hálfstöðluðum viðtölum sem voru hljóðrituð, afrituð, greind og fundin meginþemu. Tekin voru viðtöl við fjóra píanókennara og fjóra fullorðna byrjendur í píanóleik.
  Meginniðurstöður benda til þess að bæði kennarar og nemendur séu jákvæðir gagnvart náminu og að þeir telji mikilvægt að fullorðnir hafi tækifæri til að hefja nám í píanóleik. Af niðurstöðum má álykta að nemendur og kennarar séu almennt hlynntir því að fullorðnir byrjendur fái greiðari aðgang að tónlistarskólum. Fullorðnu byrjendurnir töluðu um að námið hefði stundum reynst þeim erfitt en það hafi gefið náminu gildi og veitt þeim innri gleði að sigrast á hindrunum og reyna á sjálfan sig enda væru þeir drifnir áfram af innri áhugahvöt. Þeir töluðu um mikilvægi kennarans og hvað hann skipti miklu máli faglega, en einnig félagslega. Flestir nemendurnir töldu að námið hefði mátt vera markvissara og hagnýtara. Í niðurstöðunum kemur fram að kennararnir telji að fullorðna byrjendur skorti oft úthald, þeim reynist námið oft erfitt en kennarar leggja sig fram um að aðlaga námsefnið að áhuga og hæfni fullorðinna byrjenda. Kennararnir töldu að nemendurnir væru í náminu sér eingöngu til ánægju en stefndu ekki að lokamarkmiði, eins og til dæmis próftöku, en nemendur voru ekki á sama máli.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study is to examine the attitudes of piano teachers and adult beginners towards the latter mentioned group learning to play the piano. The age composition of the nation is changing. With increasing life expectancy and expectations of a better and more fulfilling life for adults, it could be of great benefit if music and learning to play an instrument would be an option for all adults. It is therefore important for the development of music education in the future to be aware of the expectations of adult students and whether and how music teachers are prepared to meet those expectations.
  In this study both the attitudes of piano teachers and students towards adult beginners in piano playing are examined, and questions are asked about practice, norms and expectations in the teaching. The study is based on a qualitative methodology and is a research-based interview study. Participants were selected with a target sample / purpose sample. The data were collected through semi-structured interviews that were recorded, transcribed, analyzed, and major themes were identified. Interviews were conducted with four piano teachers and four adult beginners in piano playing.
  The main results indicate that both teachers and students are positive to the teaching and learning and they consider it important that adults have the opportunity to start studying piano playing. The results show that students and teachers are generally in favor of adult beginners having easier access to music schools. Adult beginners talked about that the study was sometimes difficult for them, but it was of value to them and inner joy to overcome obstacles, as they were driven by inner motivation. They talked about the importance of the teacher and how important he is professionally, but also socially. Most of the students thought that the teaching could have been more purposeful and practical. The results show that the teachers believe that adult beginners often lack endurance, they often find the study difficult but teachers try to adapt the study material to the interests and abilities of the adult beginner. The teachers felt that the students were studying only for pleasure and did not want a final goal like an exam, but the students did not agree.

Samþykkt: 
 • 2.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigridurFreyjaMeistaraverkefniSkemman.pdf682.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna