Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37137
Í þessari ritgerð verður fjallað um hugtakið utangarðstónlist, eiginleika og sérkenni hennar.
Farið verður í fræðilegan bakgrunn og skrif um utangarðstónlist skoðuð. Tónlistarfólkið Gunnar Jökull Hákonarson, Leoncie, Insol, Gylfi Ægisson og Sigríður Níelsdóttur verður skoðað og greining gerð á verkum þeirra. Fjallað verður um hvað gerir það að verkum að þau og tónlist þeirra eru utangarðs. Öflun upplýsinga fór að mestu fram á internetinu, í tímaritum og fræðigreinum. Að lokum er tónlistarfólkið og tónlist þeirra borin saman og líkindi athuguð.
Niðurstöðurnar voru þær að tónlistarfólkið átti ýmislegt sameiginlegt. Öll sáu þau sjálf um allar tónsmíðar, upptökur, flutning, plötuútgáfu, umslagshönnun og dreifingu. Langflest tónlistarfólkið var gríðarlega afkastamikið og gaf út hljómplötur svo tugum skipti. Það mátti sjá einhvers konar sjálfsprottna sköpun og knýjandi þörf til að skapa. Önnur atriði sem tónlistarfólkið átti sameiginlegt voru stutt forspil, líkindi í hljóðfæraskipan og nánast barnsleg einlægni í öllu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaritgerd-12.september.pdf | 615,28 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |