is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37138

Titill: 
  • Titill er á ensku Incidence and temporal trends in initial upper and lower-limb amputations in Iceland from 1985 to 2014
  • Nýgengi og breytingar yfir tíma á fyrstu aflimun á efri og neðri útlimum á Íslandi 1985-2014
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aflimanir geta haft veruleg áhrif á lífsgæði, bæði andlega og líkamlega. Faraldsfræðileg rannsókn á aflimunum hefur aldrei verið gerð á Íslandi. Niðurstöðurnar eru mikilvægar í því skyni að bæta fyrirbyggjandi aðgerðir og endurhæfingaraðferðir.
    Markmið rannsóknarinnar var að reikna út aldurstaðlað nýgengi aflimana efri og neðri útlima á Íslandi og þróun þess á 30 ára tímabili (1985-2014) eftir kyni, stigi og orsök. Upplýsingar um neðri aflimanir (NA) og efri aflimanir (EA), að undanskildum fingrum og tám, var aflað úr opinberum gögnum frá Landspítala Íslands og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Vegna fámennis og vegna þess hve aflimanir eru fátíðar var rannsóknartímabilið flokkað niður í sex 5-ára tímabil, 1985-1989; 1990-1994; 1995-1999; 2000-2004; 2005-2009 og 2010-2014. Nýgengi hvers tímabils var adurstaðlað og reiknað eftir kyni, stigi og orsök aflimunar á landsvísu og árlegt meðaltal reiknað. Skráðar voru 447 NA og 58 EA á andsvísu. Meðalaldur NA var 68,5 (18,5) og 64,9% voru karlmenn og EA 47,0 (20,6) og 67,2% voru karlmenn.
    Nýgengi NA var á bilinu 4,5 [95% CI 3,3-6,1] til 6,7 [5,4-8,3] á 100 000 persónuár og EA 0,3 [0,1-0,9] -1,1 [0,6-1,7] á 100 000 persónuár yfir allt tímabilið. Milli 2000-2014 lækkaði nýgengi NA um 23,9% frá 6,7 [5,4-8,3] í 5,1 [4,0-6,3] á 100 000 persónuár. Nýgengi NA án sykursýki minnkaði um 42,1% milli 1995-2014 frá 3,8 [2,4-4,6] í 2,2 [1,6-3,1] á 100 000 persónuár og nýgengi NA sykursýki jókst fimmfalt milli 1985-2009 frá 0,4 [0,1-1,0] í 2,2 [1,5-3,1] 2010-2014 á 100 000 persónuár en minnkaði síðan aftur milli 2005-2014 í 1,2 [0,7-1,9]. Slysatengd NA minnkuðu um helming milli 2000-2009 frá 1,1 [0,6-1,8] í 0,5 [0,2-1,0] á 100 000 persónuár. Slysatengdar EA þrefölduðust milli 2005-2014 frá 0,3 [0,3-1,2] í 0,9 [0,6-1,7] á 100 000 persónuár. Munur á milli ára er að mestu leyti marktækur vegna fárra tilfella, nema aukning á sykursýkistengdum NA milli 1985-2009. Gögnin sýna að sykursýkistengdar NA jukus fimmfalt milli 1985-2009 og minnkuðu milli 2010-2014 sem eru vísbendingar um bættar forvarnir og meðferðir. Þó að tölur séu smáar þá er aukning slysatengdra EA í byrjun 21. aldarinnar áhyggjuefni.Þetta er fyrsta faraldsfræðilega rannsókn á Íslandi sem sýnir aldurstaðlað nýgengi fyrstu NA og EA og niðurstöður geta nýst sem grunnur að öðrum tengdum rannsóknum á aflimunum sem og skipulagingu forvarna og endurhæfingu.

  • Útdráttur er á ensku

    Limb amputations can have a devastating impact on the quality of life, both psychologically and physically. In Iceland, it is not known if the number of amputations is similar to other countries with similar sociodemographic structure. The aim of the study was to examine the age-adjusted temporal trends in initial lower and upper limb amputations in Iceland over 30 years by gender, level, and cause of amputation (1985-2014). Data on national level on all hospital discharges associated with lower (LLA) and upper limb (ULA) amputations, excluding fingers and toes, were obtained from the registries of the National Hospital in Iceland and Akureyri Hospital in Northern Iceland. The study years were grouped to six 5-year periods, 1985-1989; 1990-1994; 1995-1999; 2000-2004; 2005-2009 and 2010-2014. The national annual average age-adjusted incidence rates were calculated by gender, level, and cause of amputation using the direct method of standardization from the general population.
    During the study period, a total of 447 initial LLAs and 58 ULAs were registered nationwide. The mean age (SD) of all LLAs was 68,5 (18,5) and 64,9% of amputees were males. ULA mean (SD) age was 47,0 (20,6) and 67,2% were males. During the whole 30-year period, the LLA incidences ranged from 4,5 [95% CI 3,3-6,1] to 6,7 [5,4-8,3] per 100 000 person-years and ULAs from 0,3 [0,1-0,9] to 1,1 [0,6-1,7] per 100 000 person-years. Between 2000-2014 the LLA rate declined by 23,9% from 6,7 [5,4-8,3] to 5,1 [4,0-6,3] per 100 000 person-years, the non-diabetes related LLA rate declined by 42,1% between 1995-2014 from 3,8 [2,4-4,6] to 2,2 [1,6-3,1] per 100 000 person-years, the diabetes related increased fivefold between 1985-2009 from 0,4 [0,1-1,0] to 2,2 [1,5-3,1] per 100 000 person-years and then declined during 2010-2014 to 1,2 [0,7-1,9] per 100 000 person-years. Trauma related LLA rates declined between 2000-2009 by half from 1,1 [0,6-1,8] to 0,5 [0,2-1,0] per 100 000. ULA trauma rates tripled between 2005-2014 from 0,3 [0,3-1,2] to 0,9 [0,6-1,7] per 100 000 person-years. Due to small numbers, these differences were generally not statistically significant, except for the increase in diabetes-related LLA between 1985-2009.
    Diabetes-related LLA increased five-fold from 1985 to 2009 while declining again during 2010-2014, suggesting improvements in prevention and management for this high-risk group. Although numbers are small, increased ULA trauma incidences in the beginning of the 21st century are a concern. This study provides the first epidemiological data and age-adjusted incidence rates of LLA and ULA in Iceland, a baseline for future research and to improve preventative measures and planning rehabilitation.

Samþykkt: 
  • 2.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Incidence of amputations in Iceland 1985-2014 Kjartan Gunnsteinsson 021020.pdf780,87 kBLokaður til...04.10.2026HeildartextiPDF
Lokaverkefni yfirlýsing - Kjartan Gunnsteins.pdf46,59 kBLokaðurYfirlýsingPDF