is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37140

Titill: 
  • Skapandi samfélag: Verkfæri til að efla byggðaþróun?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á krepputímum er leit eftir nýjum tækifærum til atvinnusköpunar áberandi til að sporna við samdrætti og fólksflótta. Nýsköpun í atvinnulífi er af mörgum talin vera undirstaða framfara og aukinnar verðmætasköpunar í hnignandi samfélögum. Í þessari ritgerð er sjónum beint að skapandi samfélagi (e. creative community), en skapandi samfélag er dæmi um sókn sem nýtir nýsköpun til að samfélög geti haldið áfram að vaxa og dafna. Skapandi samfélag fjallar um samstarf skapandi aðila á borð við listamenn, hönnuði, arkitekta og fræðimenn sem vinna með samfélaginu að ákveðinni uppbyggingu. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að greina hvað einkennir skapandi samfélag og meta hvort hægt sé að nýta skapandi samfélag sem verkfæri til að efla byggðaþróun. Tilviksrannsókn var gerð á Austurlandi og stuðst við nýsköpunarverkefni sem nefnist Þorpið – skapandi samfélag, þar sem leitast var við að byggja upp vísi að nýrri atvinnugrein á sviði vöruhönnunar og vöruþróunar á Austurlandi. Tekin voru viðtöl við lykilaðila er komu að tilurð verkefnisins og jafnframt var unnið með rýnihópum sem skipaðir voru fulltrúum úr atvinnulífinu og fulltrúum hönnuða. Niðurstöður sýna að skapandi samfélag einkennist fyrst og fremst af samstarfi skapandi einstaklinga og annarra lykilaðila sem búa yfir ákveðinni þekkingu og reynslu, sem þeir nýta til að vinna með staðbundnar auðlindir til að skapa verðmæti í samfélaginu. Skapandi samfélag knýr áfram ákveðið frumkvæði með því að greina þörf og samvinnu að lausnum sem gagnast íbúum samfélagsins. Samstarf virðist vera sérstaklega mikilvægt í litlum samfélögum þar sem ekki ríkir mikil sérþekking og reynsla eins og í borgarsamfélögum. Niðurstöður sýna enn fremur að Þorpið - skapandi samfélag nýttist vel til að byggja upp vísi að nýrri atvinnugrein á sviði vöruhönnunar og vöruþróunar á Austurlandi. Fullyrða má að samvinna ólíkra starfsgreina, eins og raunin var í Þorpinu með samvinnu handverksfólks, hönnuða og annarra ráðgjafa á sviði vöruþróunar, leiðir til verðmætasköpunar á sviði nýsköpunar, sem annars yrði ekki. Sérstök verðmæti liggja þannig í því að blanda saman þekkingu og mismunandi hugviti þegar unnið er að nýjum lausnum.
    Lykilorð: Skapandi samfélag, skapandi ferðaþjónusta, byggðaþróun, nýsköpun.

Samþykkt: 
  • 2.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skapandi samfelag _Ms ritgerd .pdf859,7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing katla.pdf292,25 kBLokaðurYfirlýsingPDF