is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37143

Titill: 
  • Age-related changes in retinal structure and function in mice with various mutations in the Microphthalmia transcription factor (Mitf) gene
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjónhimnan þekur bakhluta augans og inniheldur margar gerðir frumna sem þjóna mikilvægu hlutverki fyrir sjón og virkni augans. Aðliggjandi sjónhimnunni er litþekjan (retinal pigment epithelium), en hún sinnir verkefnum sem hagkvæm eru sjónhimnunni. Markmið rannsóknarinnar var að skoða aldurháðar breytingar í Mitf stökkbreyttum músum og meta aldursháða hrörnun og áhrifa á virkni og uppbyggingu sjónhimnunnar. Stökkbreyttar mýs af gerðinni Mitfmi-enu22(398)/Mitfmi-enu22(398) og Mitfmi-wh/Mitfmi voru skoðaðar og bornar saman við villigerð (C57BL/6J). Mýsnar voru skoðaðar við eins, þriggja, sex og tólf mánaða aldur. Sjónhimnurit (electroretinogram (ERG)) var notað til að meta virkni auk þess sem augnbotnamyndataka (fundus imaging), sneiðmyndir af augnbotni (optical coherence tomography) og rafeindasmásjá (electron microscope) voru notuð til að meta uppbyggingu vefja. ERG mælingar sýndu hæga hrörnun í Mitfmi-enu22(398)/Mitfmi-enu22(398) músum í samanburði við villigerð. Þetta átti við um mælingar bæði í rökkurs- og ljósaðlögun á öllum aldursskeiðum. Niðurstöður sýndu lítinn stærðarmun á bylgjum við eins mánaða aldur en aukinn stærðarmun á milli svara mátti sjá við sex mánaða aldur þegar Mitfmi-enu22(398)/Mitfmi-enu22(398) mýs sýndu stærri svör í öllum tilfellum ERG mælinga. Ekki tókst að vekja ERG svör í Mitfmi-wh/Mitfmi músum, hvorki í rökkurs- né ljósaðlöguðum mælingum við öll aldursskeið. Í samræmi við ERG niðurstöður var uppbygging sjónhimnu í Mitfmi-enu22(398)/Mitfmi-enu22(398) músum eðlileg og öll sjónhimnulög voru til staðar á sneiðmyndum af augnbotni en sneiðmynd af augnbotni Mitfmi-wh/Mitfmi músa sýndi miklar hrörnunarbreytingar. Niðurstöðurnar sýndu að virkni í sjónhimnu er góð í Mitfmi-enu22(398)/Mitfmi-enu22(398) músum á meðan alvarlegar hrörnunarbreytingar og skerðing í virkni sjónhimnu mátti sjá í Mitfmi-wh/Mitfmi músum í samanburði við villigerð. Með auknum aldri mátti sjá útlitsbreytingar í sjónhimnulögum þar sem sum sjónhimnulög þykknuðu í Mitfmi-enu22(398)/Mitfmi-enu22(398) músum en hrörnunarbreytingar jukust í Mitfmi-wh/Mitfmi músum með auknum aldri, þar sem einstaka sjónhimnulög voru ekki lengur til staðar

Samþykkt: 
  • 5.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Age-related changes in retinal structure and function in mice with various mutations in the microphthalmia-associated transcription factor (Mitf).pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
16018939508765736209229182053459.jpg2.81 MBLokaðurYfirlýsingJPG