is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37147

Titill: 
  • Hafa eiginleikar HLJÓM-2 sem mæling á hljóðkerfisvitund leikskólabarna breyst á síðust 18 árum?
  • Titill er á ensku Have the characteristics of HLJÓM-2 as a measure on phonological awareness with kindergartners changed over the past 18 years?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til að læra að lesa þarf einstaklingur að hafa skilning á tungumálinu. Lestrarnám felst í umskráningu, sem breytir rituðu máli í hljóð, og skilningi, að átta sig á merkingu orðanna. Á leikskólaaldri fara börn að leika sér með málið sem er merki um þróun hljóðkerfisvitundar. Hljóðkerfisvitund er að geta meðhöndlað tungumálið meðvitað og breytt hljóðrænni uppbyggingu þess. Börn sem hafa slaka hljóðkerfisvitund eru í áhættuhópi að lenda í lestrarerfiðleikum seinna meir og því gerir gott að finna þau sem fyrst og veita þeim viðeigandi aðstoð. Það er gert með hljóðkerfisvitundarprófinu HLJÓM-2 sem notað er í leikskólum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort að eiginleikar HLJÓM-2 sem mælitæki á hljóðkerfisvitund barna séu þeir sömu og þeir voru 2002. Alls tóku 223 börn á elstu deildum leikskóla þátt. Leikskólakennari lagði prófið fyrir börnin að hausti. Stöðlunarúrtak HLJÓM-2 frá 2001 kom betur út en rannsóknarhópur frá 2019. Einungis fannst marktækur munur á meðalframmistöðu í einu af þremur aldursbilum þar kom hópurinn frá 2019 betur út. En einnig komu fram vísbendingar um að viðmiðunarpunktar fyrir 10 % slökustu börn virðist ekki falla á sömu stigatölu heildarskors og í stöðlunarúrtaki. Í atriðagreiningu kom í ljós að í fimm af sjö undirprófum var það sama prófatriði sem reyndist erfiðast á báðum tímapunktum. Leitandi þáttagreining var framkvæmd og skoðaðar lausnir með einum til tveimur þáttum. Niðurstaðan var að ásættanleg eins þátta lausn inniheldur einungis fimm af sjö undirprófum HLJÓM-2. Ekki fannst þáttalausn með ásættanlega eiginleika sem innihélt öll sjö undirprófin.
    Efnisorð: HLJÓM-2, Próffræðilegir eiginleikar, Þáttagreining, Hljóðkerfisvitund, Stöðluð próf, Lestur.

Samþykkt: 
  • 6.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RitgerðinJúlíaÓsk.pdf525,81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf57,64 kBLokaðurYfirlýsingPDF