is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Menntun framhaldsskólakennara >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37149

Titill: 
  • „Sönnunin er í búðingnum“: Námsefni í stærðfræðisönnunum fyrir framhaldsskólanema
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í gegnum aldanna rás hafa sannanir verið ein af grunnstoðum stærðfræðinnar alveg frá því Evklíð og Forn-Grikkir skilgreindu frumsendurnar og settu fram kerfi fyrir sannanir sem stærðfræðiþekking nútímans byggir á. Á að kenna sannanir sem hluta af stærðfræðikennslu í framhaldsskólum? Margir hafa sterka og blendna skoðun á kennslu sannana og hvort þær skila í raun þeim árangri að auka stærðfræðiskilning. Það lokaverkefni sem hér er lagt fram, hefur í fyrsta lagi það markmið að svara spurningunni hvað er sönnun? Í öðru lagi var rýnt í skrif fræðafólks á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar um það hlutverk sem sannanir hafa í námi. Í þriðja lagi er reynt að meta hvað Aðalnámskrá framhaldsskóla mælir fyrir um kennslu í sönnunum og hvaða merki þess má sjá í íslensku námsefni og kennslu í framhaldsskólunum. Að lokum var það ætlunarverk höfundar að setja saman námshefti í sönnunum með áherslu á að hjálpa nemendum að læra að byggja upp og setja fram eigin sönnun. Það fylgir hér sem viðauki og í því er kennsluefni, sýnidæmi og æfingar, þar sem leitast er við að byrja í upphafi á tiltölulega auðskiljanlegum verkefnum og nemendur vinna sig smám saman upp í að ráða við snúnari og meira krefjandi verkefni, eftir því sem færnin og sjálfsöryggið vex. Til að ná því takmarki þurfa kennarar að haga kennslunni þannig að nám í sönnunum verði ánægjuleg iðja og sannanir veiti nemendum uppljómun, skilning á hugtökum og setningum og tengi þær við fyrri þekkingu. Sannanir hafa nefnilega þann eiginleika að vera félagsleg athöfn en á sama tíma útskýra þær af hverju reglan gildir.

Samþykkt: 
  • 7.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Jónas_án viðauka.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sannanir - námshefti.pdf458.51 kBOpinnNámsheftiPDFSkoða/Opna
Sannanir-kennsluleiðbeiningar.pdf269.45 kBOpinnKennsluleiðbeiningarPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_utfyllt_Jonas.pdf259.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF