is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37150

Titill: 
 • Þjónusta, meðferðarleiðir og ákefð talþjálfunar: Könnun meðal starfandi talmeinafræðinga
 • Titill er á ensku Service, intervention approaches and intensity of speech therapy: A survey amongst speech-language pathologists working in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Starfssvið talmeinafræðinga er fjölbreytt og sinna þeir margvíslegri þjónustu eins og greiningu og íhlutun vegna tjáskiptaröskunar hjá börnum og fullorðnum, sem og ráðgjöf þar um. Það er hagur allra að gæði þjónustu sé eins og best verður á kosið, hvort tveggja fyrir þá sem veita hana og þiggja. Markmið verkefnisins er að afla upplýsinga um talmeinaþjónustu á Íslandi, sér í lagi um það sem snýr að ákefð meðferðar og meðferðarleiðum í tengslum við málhljóðaröskun og málþroskaröskun. Verkefnið er liður í að afla mikilvægra og gagnlegra upplýsinga sem hægt verður að nýta til að varpa ljósi á núverandi aðstæður í því skyni að bæta þjónustu við skjólstæðinga talmeinafræðinga.
  Aðferð: Send var rafræn könnun með tölvupósti til allra talmeinafræðinga í Félagi talmeinafræðinga á Íslandi. Þátttaka miðaðist við þá sem voru starfandi við fagið þegar rannsóknin var gerð en var einkum beint til þeirra sem sinntu börnum og ungmennum. Þó gafst öllum talmeinafræðingum kostur á að svara spurningum í tengslum við faglega endurmenntun og bakgrunn.
  Niðurstöður: Meðal helstu niðurstaðna kom fram að flestir skjólstæðingar talmeinafræðinga eru börn og/eða ungmenni með málþroska- og málhljóðaröskun. Talmeinafræðingar sinna þessum hópi skjólstæðinga að meðaltali einu sinni í viku, í 31-45 mínútur í senn. Fjöldi meðferðartíma og lengd þjálfunartímabils fer eftir ýmsum þáttum, s.s. eðli vandans og hvar þjónustan er veitt. Stór hluti fer þá leið að blanda saman meðferðarleiðum í stað þess að halda sig við ákveðna aðferð. Á undanförnum árum hefur talmeinaþjónusta færst í nærumhverfi barna og ungmenna, sér í lagi með fjölgun talmeinafræðinga. Þrátt fyrir fjölgun starfandi talmeinafræðinga hafa biðlistar eftir talþjálfun lengst auk þess sem margir talmeinafræðingar finna fyrir starfstengdu álagi.
  Umræða: Niðurstöður könnunarinnar veita innsýn í störf talmeinafræðinga og hvernig þjónustu þeirra er háttað. Þær eru nokkuð samhljóða erlendum rannsóknum hvað varðar lengd og tíðni þjálfunartíma og þá skjólstæðingahópa sem algengast er að sinna. Ýmis atriði könnunarinnar þyrfti að rýna betur í, m.a. heildarvinnustundir talmeinafræðinga og ýmsa tengda þætti eins og starfstengt álag, fjölda skjólstæðinga á hverjum tíma og langa biðlista. Löng bið eftir talmeinaþjónustu er nokkuð sem þyrfti að skoða nánar svo finna megi viðeigandi aðferðir til að forgangsraða á biðlistum, t.d. eftir röskunum. Niðurstöður rannsóknarinnar, auk gagna sem enn á eftir að vinna úr, munu stuðla að því að gera þjónustu talmeinafræðinga á Íslandi enn skilvirkari, skjólstæðingum þeirra til hagsbóta.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Speech and language pathologists’/therapists’ (SLP/T) scope of practice is diverse, offering a range of services, particularly in regard to diagnosis, intervention, and counseling for children and adults with communication disorders. Quality of services is an important consideration, both for those who are providing and those who are receiving the service. The goal of this project was to obtain information about speech therapy services in Iceland, specifically the intervention approaches for speech sound disorder (SSD) and developmental language disorder (DLD) and the intensity of intervention. The findings of this study will enable SLP/Ts in Iceland to further improve their services.
  Method: An online survey was distributed via email to all members of the Icelandic Association for Speech and Language Therapists (FTÍ). The survey was aimed at those who were currently working in the profession and specifically at those who work with children and adolescents. However, everyone within FTÍ was encouraged to respond to questions regarding demographic information and about continuing professional education.
  Findings: Most SLP/Ts’ clients were children (3-5 years of age) with SSD and/or DLD. On average a client received therapy once a week in a 31-45-minute session. The average number of sessions or the duration of therapy clients’ received was apparently linked to diagnosis and workplace type (private clinic, schools etc.). SLP/Ts were eclectic in their approach to intervention, not favoring one specific approach. In contrast to a previous finding in 2012, there was a higher proportion of children receiving services in their local community, possibly due to the increased number of SLP/Ts in Iceland. While the number of SLP/Ts in Iceland has grown, so have the waiting lists SLP/Ts services. SLP/Ts also report experiencing increased work-related stress.
  Discussion: The findings of this survey give an insight into the work of SLP/Ts and the nature of their services. The findings are similar to research in other countries, for instance, the length and frequency of therapy sessions, and the most common communication disorders treated. Further research needs to be carried out, specifically to examine the total workload of SLP/Ts in relation to waiting lists, caseloads, and work-related stress. Waiting list management should be re-examined to identify effective strategies for prioritization for clients. These findings, along with those that awaits further analyses, will assist in making the services of SLP/Ts in Iceland more efficient and effective for their clients.

Samþykkt: 
 • 7.10.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurlaug Helga Þorleifsd. - MS_verkefni.pdf752.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Könnun - Sigurlaug Helga Þorleifsd.pdf583.4 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf185.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF