is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37151

Titill: 
  • Málfærni eldri leikskólabarna (MELB): Athugun á tengslum við Málfærni ungra barna (MUB) og könnun á inntaksréttmæti
  • Titill er á ensku Málfærni eldri leikskólabarna (MELB): An evaluation of the relationship with Málfærni ungra barna (MUB) and content validity assessment
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Stöðluð málþroskapróf eru próf sem unnin eru út frá niðurstöðum rannsókna á börnum með dæmigerðan málþroska og er ætlað að afla upplýsinga um málþroska barna út frá helstu þáttum tungumálsins. Mikill skortur er á stöðluðum prófum sem meta málþroska barna á aldrinum fjögurra til sex ára hér á landi og byggja á rannsóknum á máltöku íslenskra barna. Málþroskaprófinu Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) er ætlað að fylla í það skarð. Markmið rannsóknar sem hér verður lýst er tvíþætt. Annars vegar að kanna tengsl málþroskaprófsins MELB við sambærilegt málþroskapróf, Málfærni ungra barna (MUB), og hins vegar að kanna inntaksréttmæti prófsins.
    Aðferð: Í fyrri hluta rannsóknar voru málþroskaprófin MELB og MUB lögð fyrir 12 þátttakendur úr fjórum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Börnin voru á aldursbilinu 4;0:0-4;0:30 og uppfylltu skilyrði til þátttöku, þ.e. voru eintyngd með íslensku að móðurmáli, heyrn innan eðlilegra marka og engin greind þroskafrávik. Reiknuð var dreifing heildarstigafjölda hjá þátttakendum á báðum prófum ásamt fylgni á milli prófþátta, prófhluta og heildarstigafjölda. Seinni hluti rannsóknar snýr að inntaksréttmæti MELB prófsins. Úrtak atriða var tekið úr atriðasafni prófsins og tíu talmeinafræðingar fengnir til að leggja mat sitt á hversu vel eða illa, á fjögurra punkta Likert kvarða, þeir teldu atriði prófa annars vegar málskilning og hins vegar máltjáningu.
    Niðurstöður: Helstu niðurstöður á tengslum málþroskaprófanna tveggja benda til þess að fylgni á milli MELB og MUB sé ásættanleg. Innbyrðis mælast prófhlutarnir, Málskilningur og Máltjáning, á báðum prófum marktækir miðað við p-gildi < 0,05 sem telst ásættanlegt. Fylgni heildarstigafjölda beggja prófanna mælist mjög sterk eða 0,83 og telst hún marktæk miðað við p-gildi < 0,01. Helstu niðurstöður á inntaksréttmæti MELB sýna að atriði á prófhlutanum Málskilningur fá matið 3,6 á kvarða sem liggur frá einum upp í fjóra og atriði á Máltjáningu matið 3,45. Niðurstöður fyrir heildarmat á því hve vel prófatriði MELB henta til að meta málskilning og máltjáningu er 3,53.
    Umræða: Heildarniðurstaða á fylgni MELB og MUB mælist marktæk og telst ásættanleg. Það gefur vísbendingar um að réttmæti málþroskaprófsins MELB sé sterkt og að túlkun á niðurstöðum prófsins sé fullnægjandi og viðeigandi. Nauðsynlegt er þó að kanna frekar tengsl MELB og MUB með stærra úrtaki þátttakenda til að styðja þessar niðurstöður. Heildarniðurstöður á mati á inntaksréttmæti MELB teljast einnig ásættanlegar og benda til að inntaksréttmæti prófsins sé sterkt og að atriði prófsins henti almennt vel til að leggja mat á hugsmíðarnar sem prófþáttunum er ætlað að meta. Þá gefa þær til kynna að inntak prófsins þjóni tilgangi þess sem er að meta málþroska barna á aldrinum fjögurra til sex ára.

  • Útdráttur er á ensku

    Objective: Standardized language development tests are based on the results of studies on children with typical language development and on the main aspects language. In Iceland, there is a lack of standardized tests that assess language development in children aged four to six and are based on studies of language development of Icelandic children. The language development test Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) is intended to fill this gap. The aim of this study is twofold. First, it addresses the association between the MELB language development test and a similar language development test, Málfærni ungra barna (MUB), and secondly, it is a study on the tests content validity.
    Method: In the first part of the study, the language tests MELB and MUB were administered to 12 participants from four different kindergartens in the capital area. The children were aged 4;0:0-4;0:30 years and all met the criteria for participation, including being monolingual Icelandic, having normal hearing and no diagnosed developmental disorders. The distribution of total scores of participants of both tests were calculated as well as the correlation between test items, sections and total scores. The latter part of the study assesses the content validity of the MELB test. A sample of items were drawn from the test item pool and ten speech-language pathologists assessed how well they considered the particulare items assess language comprehension and expressive language.
    Results: The main results concerning the association between the two language development tests, MELB and MUB, indicate an appropriate correlation. The test sections, language comprehension and expressive language, showed a significant association, at p<0,05, which is considered acceptable. The correlation between the total scores of the two tests was very strong, 0,83, and significant at p<0,01. The main results of content validity of the MELB test were that, on a scale from one to four, items assessing language comprehension had a score of 3,6, and items assessing language expression 3,45. The results for the overall assessment of how well test items of MELB test language comprehension and expression is 3,53.
    Conclusion: The overall results of the correlation between MELB and MUB is significant and considered acceptable. These results provide evidence that the validity of the MELB language development test is strong and that the interpretation of the tests results is adequate and appropriate. However, to support these results, further studies on the association between MELB and MUB with a bigger sample of participants is necessary. The results of the MELB content validity assessment are also considered acceptable, indicating a strong content validity and that the test items are useful in evaluating the construct of each component. The results indicate that the content of the test is in concordance with the tests purpose, to assess the language development of children aged four to six years.

Samþykkt: 
  • 7.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Ritgerð_Stella_Reynisdóttir.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_StellaReynisdóttir.pdf274.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF