is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37155

Titill: 
  • Stýrirás fyrir þráðlausan vélþræl.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er tekin fyrir hönnun og útfærsla á stýrirás fyrir vélþræl sem stjórnað er þráðlaust með fjarstýringu af notanda. Stýrirásin samanstendur af örtölvu, LCD skjá, mótorstýringum, mótorum, móttakara fyrir fjarstýringu, stilliviðnámi, spennureglir ásamt öðrum íhlutum og búnaði. Þarfagreining er útfærð þar sem val á íhlutum og búnaði eru listaðir og teknir fyrir. Hönnuð er rafrás, prentplata og festing á grundvelli þarfagreiningar sem hýsir alla þá íhluti og búnað sem tilheyra stýrirásinni. Örtölvan er forrituð til að taka á móti stýrimerkjum frá þráðlausri fjarstýringu og stjórnar mótorum tengdar mótorstýringum í samræmi við skipanir fjarstýringarinnar. Forritaður er fyrirfram settur ferill þar sem vélþrællinn keyrir án þráðlausra skipana. Einnig er forritað og framkvæmd virkni á spennuvaka sem birtir spennustöðu rafhlaða tækisins á skjá. Stýrirásin byggir á 8-bita örtölvu af gerðinni PIC16F18877 frá framleiðandanum Microchip. Hún tekur við púlsbreiddarmerki frá móttakara fjarstýringarinnar ásamt því að stjórna mótorstýringum með rað skipunum og notar stafræna til hliðræna einingu til að reikna út og birta stöðu rafhlaðna á skjá. Stýrirásinni er komið fyrir á þrívíddarprentaðri festingu sem hýsir prentplötu, LCD skjá, mótorstýringar, móttakara fjarstýringarinnar og stilliviðnám sem staðsett eru inní grind vélþrælsins. Vélþrællinn keyrir áfram, afturábak og til hliðar eftir skipunum frá þráðlausri fjarstýringu og mótorar stöðvast ef slökkt er á fjarstýringu sama hver staða stýripinni fjarstýringarinnar er. Fyrirfram settur ferill er einungis hægt að virkja þegar mótorar eru í kyrrstöðu og kveikt er á fjarstýringu. Ferillinn er virkjaður með takka á prentplötunni þar sem harðkóðuð leið er keyrð á þeim tíma og leið sem lagt er upp með. LCD skjár á tækinu birtir stöðu rafhlaðanna og var borin saman við spennumæli sem gaf réttar niðurstöður miðað við útreikninga á spennudeili.

Samþykkt: 
  • 9.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Therrari Lokaverkefni Arnar Steinn Sturluson.pdf2,74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_Yfirlýsing_Arnar_Steinn_Sturluson.pdf273,65 kBLokaðurYfirlýsingPDF