Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37156
Inngangur: Loftmengun er talin eitt helsta umhverfisvandamál heimsins í dag. Á Íslandi eru loftgæði yfirleitt mikil en þó getur mælst mengun yfir heilsuverndarmörkum í þéttbýli. Fyrri rannsóknir hafa sýnt samband milli loftmengunar í Reykjavík og neikvæðra heilsufarsáhrifa. Markmið þessarar rannsóknar var að meta samband skammtíma hækkunar á umferðarmengun við bráðakomur á spítala vegna hjartasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma og heilablóðfalla.
Efni og aðferðir: Tilfella-víxlsnið (case-crossover design) með fjölþáttagreiningu var notað og tilfellin voru fullorðnir (≥ 18 ára) búsettir á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2006-2017 með bráðakomur á Landspítala Háskólasjúkrahús vegna hjartasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma eða heilablóðfalla. Fyrsta útskriftar sjúkdómsgreining sjúklinga var notuð, en endurkomur innan 10 daga vegna sömu sjúkdómsgreiningar voru ekki teknar með. Í þessari rannsókn voru mengunarefnin NO2, PM10, PM2.5 og SO2 notuð, en þetta er fyrsta rannsóknin á Íslandi sem skoðar áhrif PM2.5 á heilsu. Daglegt meðaltal mengunarefna var notað með 0 til 5 daga töf (lag). Leiðrétt var fyrir áhrifum hitastigs, rakastigs og H2S.
Niðurstöður: Fyrir hverja 10 µg/m3 aukningu í styrk NO2 var marktæk aukning í heildarkomum á spítala, komum vegna hjartasjúkdóma og komum vegna gáttatifs og gáttaflökts, sama dag og mengunin jókst (lag 0), OR = 1.018 (95% CI: 1.008-1.027), OR = 1.023 (95% CI: 1.012-1.034) og OR = 1.030 (95% CI: 1.011-1.049). Við lagskiptingu fannst hæsta gagnlíkindahlutfallið (OR) fyrir yngri konur (< 70 ára) með komur vegna gáttatifs og gáttaflökts (ICD 10: I48) á lag 0 (OR = 1.107, 95% CI: 1.051-1.166) og lag 1 (OR = 1.066, 95% CI: 1.011 1.123). Einskorðun fyrir komur á bráðamóttökur var gerð sem næmisgreining og hún gaf svipaðar niðurstöður. Einnig fannst marktæk aukning í komum vegna annarra hjartsláttartruflana (ICD-10: I49) á lag 0 (OR = 1.045, 95% CI: 1.006-1.085), en niðurstöður fyrir I49 voru að mestu leyti ómarktækar þegar einskorðað var fyrir komur á bráðamóttökur. Marktækar niðurstöður fundust einnig fyrir önnur mengunarefni og bráðakomur á spítala, en þau sambönd voru veikari og sýndu ekki ákveðið mynstur.
Ályktun: Rannsóknin gefur til kynna að skammtíma hækkun á styrk NO2 tengist bráðakomum á spítala vegna hjartasjúkdóma, sérstaklega vegna gáttatifs, gáttaflökts og annarra hjartsláttartruflana, og átti þetta einkum við konur. Þetta er fyrsta rannsóknin á Íslandi sem finnur samband milli loftmengunar og hjartsláttartruflana. Niðurstöðurnar benda til neikvæðra áhrifa loftmengunar á lýðheilsu Íslendinga.
Background and aims: Air pollution is one of the major concerns in the world today. Iceland has good air quality in general, however, the concentrations of pollutants pass the health protection limits in urban areas occasionally each year. Previous studies have found an association between air pollution in Reykjavík and adverse health effects. The aim of this study was to evaluate the association between short-term increases in ambient traffic-related air pollution and acute hospital visits for heart disease, respiratory disease, and stroke.
Materials and methods: A multivariate time-stratified case-crossover model was used to study the association. Cases were adults (≥ 18 years) living in Reykjavík, the capital of Iceland, during the study period (2006-2017) with emergency visits to Landspítali University Hospital for heart disease, respiratory disease, or cerebrovascular disease. The primary discharge diagnosis of patients was used. Readmissions within 10 days for the same diagnosis were excluded. The 24-hour mean of the pollutants NO2, PM10, PM2.5, and SO2 was used with lag 0 to 5 days. This is the first study in Iceland to include an assessment of the possible adverse health effects of PM2.5. Adjustments were made for temperature, relative humidity, and the geothermal source-specific H2S.
Results: For every 10 µg/m3 increase in NO2 concentrations there was a significant increase in overall visits, visits for heart diseases, and visits with atrial fibrillation and flutter diagnosis at lag 0, OR = 1.018 (95% CI: 1.008-1.027), OR = 1.023 (95% CI: 1.012-1.034), and OR = 1.030 (95% CI: 1.011-1.049), respectively. When stratified, the highest odds ratios (OR) were found for visits of younger females (< 70 years) with atrial fibrillation and flutter diagnosis (ICD-10: I48) at lag 0 and 1, OR = 1.107 (95% CI: 1.051-1.166) and OR = 1.066 (95% CI: 1.011-1.123), respectively. A restriction to emergency department (ED) visits was performed as a sensitivity analysis, which gave similar results. Furthermore, there was a significant increase in visits with other cardiac arrhythmias diagnosis (ICD 10: I49) at lag 0 (OR = 1.045, 95% CI: 1.006-1.085), however, results for I49 were mainly not significant when restricting to ED visits. Some significant associations were found for other pollutants and hospital visits, but they were weaker and did not show any certain pattern.
Conclusion: There are indications that short-term increases in NO2 concentrations are associated with cardiovascular health, more precisely high odds were seen for atrial fibrillation and flutter as well as other cardiac arrhythmias. The associations were stronger among females. This is the first study in Iceland that finds association between air pollution and cardiac arrhythmias. The results indicate adverse effects of air pollution in the Reykjavik capital area.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerd_Lokaeintak.pdf | 2,43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 211,43 kB | Lokaður | Yfirlýsing |